Skip to content

Fræðslunefnd Spretts

Járninganámskeið 28.-30.apríl

Járningamennirnir Caroline Aldén (Járn og Hófar) og Sigurgeir Jóhannsson (Járningaþjónusta Geira) munu halda járninganámskeið í Spretti helgina 28-30.apríl. Þau hafa bæði lokið þriggja ára námi við járningarskólan Wången í Svíþjóð. Bæði hafa þau lengi verið í hestum og áhuginn fyrir járningum vaknaði snemma. Þau hafa mikla reynslu af járningum, allt frá ferðahestum, sjúkrajárningum til keppnis- og kynbótahrossa. Á föstudeginum verður bóklegur tími og sýnikennsla, á… Read More »Járninganámskeið 28.-30.apríl

Vinningsmiðar stóðhestahappdrætti æskunnar

Dregið hefur verið í stóðhestahappdrætti æskunnar! Vinningsmiðarnir eru eftirfarandi; Ás frá Hofsstöðum, Garðabæ – miði nr.62Grímur frá Skógarási – miði nr.Lexus frá Vatnsleysu – miði nr.22Ljósvaki frá Valstrýtu – miði nr.168Ljósvíkingur frá Hamarsey – miði nr.155Styrkur frá Stokkhólma – miði nr.10Vísir frá Ytra-Hóli – miði nr.14 Vinningshafar eru beðnir um að senda póst á fraedslunefnd@sprettarar.is og fá nánari upplýsingar um sína vinninga. Barna- og unglingaráð… Read More »Vinningsmiðar stóðhestahappdrætti æskunnar

Pollanámskeið

Áframhaldandi reiðnámskeið fyrir okkar allra yngstu og krúttlegustu Sprettara – pollanámskeið. Kennt verður á laugardögum, hver tími um 40mín. Stefnt er að því að kenna fyrstu tvo tímana inni og færa sig svo út í stóra gerðið neðst á Fluguvöllum og jafnvel að reyna að komast í stuttan reiðtúr í síðasta tímanum, ef veður og vindar leyfa.5-6 knapar í hóp. Boðið er upp á hópa… Read More »Pollanámskeið

Ungmenni Spretts

Ungmennaráð Spretts hefur ákveðið að bjóða upp á sýnikennslu og reiðtíma hjá Olil Amble fyrir ungmenni í Spretti þann 1.maí nk. á Syðri-Gegnishólum, gegn vægu gjaldi. Þau ungmenni sem hafa áhuga á að taka þátt, hvort sem er að sækja reiðtíma eða sýnikennslu, sendi póst á fraedslunefnd@sprettarar.is fyrir 13.apríl nk. til að tryggja sér pláss – ath! takmarkaður fjöldi reiðtíma í boði!

járninganámskeið

Járningamennirnir Caroline Aldén (Járn og Hófar) og Sigurgeir Jóhannsson (Járningaþjónusta Geira) munu halda járninganámskeið í Spretti helgina 28-30.apríl. Þau hafa bæði lokið þriggja ára námi við járningarskólan Wången í Svíþjóð. Bæði hafa þau lengi verið í hestum og áhuginn fyrir járningum vaknaði snemma. Þau hafa mikla reynslu af járningum, allt frá ferðahestum, sjúkrajárningum til keppnis- og kynbótahrossa. Á föstudeginum verður bóklegur tími og sýnikennsla, á… Read More »járninganámskeið

Gangtegunda og keppnisnámskeið hjá Vigdísi

Námskeið fyrir yngri flokka (börn, unglinga og ungmenni 10-21 árs) þar sem lögð verður áhersla á þjálfun gangtegunda og ef knapar vilja undirbúið fyrir keppni. Reiðkennarinn Vigdís Matthíasdóttir hefur getið sér gott orð fyrir kennslu og þá sérstaklega hjá yngri flokkum. Spennandi námskeið fyrir unga sprettara sem vilja bæta hestinn sinn og sjálfan sig. Kennt verður í 40mín einkatímum á þriðjudögum í Samskipahöll. Námskeiðið hefst… Read More »Gangtegunda og keppnisnámskeið hjá Vigdísi

Undirbúningur fyrir Kvennatölt

Friðdóra Friðriksdóttir, reiðkennari og keppnisknapi, býður upp á stutta reiðtíma sem hugsaðir eru sem aðstoð fyrir keppni. Konur sem hafa hug á að taka þátt í Kvennatöltinu eru sérstaklega hvattar til að nýta sér þessa þjónustu. Þriðjudaginn 18. apríl og fimmtudaginn 20.apríl verða í boði tímar þar sem riðið er prógramm, hraði stilltur af, skerpt er á hraðabreytingum (ef við á), farið yfir beisla- og… Read More »Undirbúningur fyrir Kvennatölt

Þrautabrautar og leikjadagur æskunnar

Sumardaginn fyrsta, þann 20.apríl, verður haldinn þrautabrautar- og leikjadagur fyrir æskuna í Spretti. Sett verður upp þrautabraut í Samskipahöllinni ásamt því að farið verður í leiki, á hestbaki. Við byrjum á allra yngstu knöpunum kl.10, börn og unglingar mæta kl.11 og svo mæta allir saman kl.12. Til að áætla fjölda „sumargjafa“ og veitinga er nauðsynlegt að skrá sig til leiks í sportabler, heitið er þrautabrautar… Read More »Þrautabrautar og leikjadagur æskunnar

Úrslit frá gæðingakeppni Blue Lagoon mótaraðar Spretts

Fjórða og síðasta mótið í mótaröð Blue Lagoon og Spretts fór fram mánudaginn 27. mars í Samskipahöllinni í Spretti. Keppt var í gæðingakeppni innanhúss. Um 40 þátttakendur voru skráðir til leiks, flestir í unglingaflokki. Í barnaflokki var það Þórhildur Helgadóttir á Kóng frá Korpu sem bar sigur úr býtum með einkunnina 8,56. Í unglingaflokki var það svo Elsa Kristín Grétarsdóttir á Arnari frá Sólvangi sem… Read More »Úrslit frá gæðingakeppni Blue Lagoon mótaraðar Spretts

Stigakeppni knapa í Blue Lagoon

Staðan í einstaklingskeppni knapa í Blue Lagoon mótaröð Spretts. Síðasta mótið í mótaröð Blue Lagoon og Spretts þetta árið fer fram mánudaginn 27.mars nk. Þá verður keppt í gæðingakeppni innanhúss og er skráning í fullum gangi fram til miðnættis 24.mars á sportfengur.com. Eins og áður þá safna knapar sér stigum með þátttöku í hverju móti. Hér fyrir neðan má sjá stöðuna í stigakeppninni fyrir síðasta… Read More »Stigakeppni knapa í Blue Lagoon