Skip to content

Pollanámskeið

Áframhaldandi reiðnámskeið fyrir okkar allra yngstu og krúttlegustu Sprettara – pollanámskeið.

Kennt verður á laugardögum, hver tími um 40mín. Stefnt er að því að kenna fyrstu tvo tímana inni og færa sig svo út í stóra gerðið neðst á Fluguvöllum og jafnvel að reyna að komast í stuttan reiðtúr í síðasta tímanum, ef veður og vindar leyfa.
5-6 knapar í hóp. Boðið er upp á hópa þar sem teymt er undir og einnig hópa þar sem hægt er stjórna sjálfur. Samtals 5 skipti. Kennari verður Hrafnhildur Blöndahl. Námskeiðið hefst laugardaginn 29.apríl og lýkur 27.maí. Tímasetningar í boði milli kl.10:00-12:40. Verð 5500kr.

Skráning er hafin á sportabler.com – www.sportabler.com/shop/hfsprettur