Fréttir og tilkynningar

Kórreið Sprettskórsins

Ætlum að hittast við Samskipahöllina kl. 13:30, þar ríðum við svo í Gjáréttir, stoppum þar og tökum lagið og vætum kanski kverkarnar. Frá Gjáréttum ríðum við svo til baka þegar hvíldartíminn er liðinn. Í stórkostlegu umhverfi getum við farið margar leiðir til baka í Sprettshverfið. Sjáumst hress Sprettskórinn.

Nánar

Merktir jakkar fyrir unga Sprettara

Æskulýðsnefnd í samráði við yngri flokka ráð Spretts ætla að bjóða öllum ungum Spretturum að kaupa sérmerktan TopReiter vindjakka. Jakkinn verður merktur með nafni, Spretti ásamt nokkrum styrktaraðilum. Við nýtum því tækifærið hér með og auglýsum eftir styrktaraðilum sem vilja styrkja unga Sprettara! Áhugasamir sendi póst á ae************@********ar.is Jakkarnir eru

Nánar

Myndir frá þrautabrautardegi

Þrautabrautar – og leikjadagur ungra Sprettara fór fram laugardaginn 20.apríl síðastliðinn. Þátttaka var mjög góð og tæplega 50 ungir Sprettarar mættu til leiks. Dagurinn byrjaði á þrautarbrautarkeppni þar sem knapar riðu í gegnum braut og leystu ýmis verkefni og þrautir. Skipt var í hópa eftir aldri og þegar allir hópar

Nánar

Námskeið Julie Christiansen

Það losnaði óvænt eitt pláss á námskeiðið hjá Julie Christiansen sem er í næstu viku, 8.-9.maí (miðvikudagur og fimmmtudagur). Áhugasamir sendi póst á fr***********@********ar.is

Nánar

Skráningafrestur framlengdur á WR íþróttamót Spretts

Opið WR íþróttamót Spretts verður haldið 1-5. Maí næstkomandi á félagssvæði Spretts.Skráningarfrestur hefur verið framlengdur til kl 21 í kvöld 29.04 Skráningargjöld fyrir T1, T2, V1, F1 í meistaraflokki og ungmennaflokki eru 8.000 kr. Skráningargjöld í fullorðins og ungmennaflokki aðrar greinar eru 7.000 kr. Skráningargjöld fyrir unglinga og börn eru

Nánar

keppnisnámskeið úti á velli

Mánudaginn 29.apríl verður keppnisnámskeið yngri flokka haldið úti á Samskipavelli frá kl.14:45 til 19:30. Við biðjum félagsmenn að sýna þeim tillitssemi og veita þeim forgang á völlinn á þessum tíma. Með fyrirfram þökkum.

Nánar
Scroll to Top