Fréttir og tilkynningar

Fjórir ungir Sprettarar í u-21
Á heimasíðu LH má sjá að tilkynntur hefur verið U-21 árs landslið Íslands. Í hópnum eigum við Sprettarar fjóra unga knapa! Það eru þau Hekla Rán Hannesdóttir, Herdís Björg Jóhannsdóttir, Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Sigurður Baldur Ríkharðsson. Innilega til hamingju með landsliðssætin ungu Sprettarar! Hekla Rán Hannesdóttir, hestamannafélagið SpretturA-úrslita knapi

Móttaka á plasti
Laugardagunn 19 október milli klukkan 17:00-18:00 verður tekið á móti plasti vestan við Samskiptahöllina. Hægt verður að koma með bagga og eða rúlluplast og einnig plast utan af spæni. Engin bönd, net eða annað rusl má vera saman við plastið.

Keppnisárangur 2024
Sprettur óskar eftir upplýsingum um árangur Sprettara á íþróttamótum og gæðingamótum á árinu 2024. Óskum eftir upplýsingum um árangur í öllum flokkum fyrir keppnisárið 2024, barna, unglinga, ungmenna og fullorðinsflokkum, áhugamenn sérstaklega verðlaunaðir. Árangursupplýsingar eiga að sendast til sp******@******ur.is á meðfylgjandi formi keppnisárangur 2024 í síðasta lagi fyrir miðnætti 27.október. Vinsamlegast vistið

Uppskeruhátíð yngri flokka
Uppskeruhátíð yngri flokka verður haldin með pompi og prakt þriðjudaginn 5.nóvember í veislusal Samskipahallarinnar. Í ár verður hátíðin haldin sameiginlega fyrir barna- og unglingaflokka hestamannafélaganna Spretts og Fáks. Hátíðin hefst kl.18:00 og er áætlað að henni ljúki kl.21:00. Boðið verður upp á veglegar veitingar í veislusalnum sem verður skreyttur af

Einkatímar hjá Guðrúnu Margréti
Ertu að stefna á að keppa? Eða langar þig að gera reiðhestinn þinn þjálli og skemmtilegri? Eða langar þig að fá aðstoð með nýja reiðhestinn þinn? Nú er að fara af stað einstaklingsmiðað námskeið þar sem nemandi og kennari setja sér raunhæf markmið og vinna markvisst að því yfir tímabil

Einkatímar Julie Christiansen
Þriðjudaginn 15.október verður reiðkennarinn Julie Christiansen á Íslandi og hefur boðið áhugasömum Spretturum að sækja reiðtíma í Samskipahöllinni. Í boði eru einkatímar frá kl.12:00-17:00. Kennt verður í 40mín einkatímum. Verð fyrir timann er 20.000kr. 18.500kr fyrir yngri flokka. Julie Christiansen er búsett í Þýskalandi þar sem hún starfar við reiðkennslu, tamningar og
