Á morgun, mánudaginn 23.des., kl.12.00 opnar skráning á eftirtalin námskeið:
-Einkatímar hjá Árnýju Oddbjörgu. Námskeiðið hefst 8.janúar. Kennt er á miðvikudögum í Samskipahöll, tímasetningar í boði milli kl.14:30-19:30.
– Einka-og paratímar hjá Róberti Petersen. Námskeiðið hefst 14.janúar. Kennt verður á þriðjudögum í Samskipahöll, tímasetningar í boði milli kl.16-21.
– Hópatímar hjá Sigrúnu Sig. Námskeiðið hefst 20.janúar. Kennt verður á mánudögum í Samskipahöll. Tímasetningar í boði á milli kl.14:30-17:30.
– Einkatímar hjá Magnúsi Lárussyni. Námskeiðið hefst 21.janúar. Kennt verður annan hvern þriðjudag í Samskipahöll. Tímasetningar í boði á milli kl.14-21.
– Knapaþjálfun og einkatímar hjá Bergrúnu Ingólfsdóttur. Helgarnámskeið sem kennt verður í Samskipahöll 25. + 26.janúar.
Nánari auglýsingar um námskeiðin koma inn í dag og í fyrramálið.
Skráning fer fram á sportabler.com. Ef námskeiðið kemur ekki upp, prófið að skrifa nafn námskeiðsins í leitargluggann í sportabler.
ATH að skráning opnar kl.12.00 á hádegi, mánudaginn 23.des.