Fréttir og tilkynningar

Liðsstyrkur
Það eru fjölmörg verkefni á borði stjórnar þessa dagana þar sem framkvæmdarstjórinn okkar er í leyfi. Eitt af þeim verkefnum er utanumhald um kynbótasýningarnar sem verða í Spretti í sumar. Stjórn hefur leitað til Erlu Guðnýjar Gylfadóttur að aðstoða sig við framkvæmd og utanumhald á kynbótasýningum Spretts í fjarveru framkvæmdastjóra.

Æskulýðsreiðtúr
Þriðjudaginn 4.júní stendur Æskulýðsnefnd Spretts fyrir reiðtúr og grilli fyrir unga Sprettara. Mæting er við Samskipahöllina kl.17:30. Reiðtúrinn er ætlaður börnum og unglingum 8 ára og eldri sem eru vel hestfær. Foreldrar mega endilega ríða með börnum sínum og mælt er með því að foreldrar/forráðamenn ríði með ef börnin eru

Undirburður fyrir Sprettara
Nú er sumarið komið og margir farnir að huga að því að sleppa hestunum í græna grasið. Einnig erum við í Spretti farin að huga að því að taka inn síðustu pantanir frá félagsmönnum í spæni frá Fóðurblöndunni. Við ætlum að hafa 15 júní síðasta pöntunardag á spæni hjá félaginu

Breytt fyrirkomulag – rekstrarhringur í Spretti
Í vor var opnað aftur fyrir rekstur á reiðgötum félagsins. Til þess að hrossin hlaupi í rekstrinum er í einhverjum tilfellum notaður bíll og keyrt á eftir stóðinu og jafnvel flauta bílsins notuð. Nokkuð magn af kvörtunum hefur borist stjórn vegna rekstrarhringsins og höfum við borið málið undir reiðveganefnd. Ljóst

Hesthúsapláss á Landsmóti
Eins og allir Fáks- og Sprettsfélagar vita þá styttist í Landsmót. Fákur og Sprettur riðu á vaðið með sínar gæðingaúrtökur síðastliðna helgi og fara úrtökur annarra félaga fram næstu helgar. Við ætlum að taka vel á móti keppendum og reyna eftir fremsta megni að útvega þeim pláss fyrir sín keppnishross.

Undirbúningur fyrir Landsmót
Undirbúningsnámskeið fyrir Landsmót fyrir unga Sprettara! Reiðkennarinn Árný Oddbjörg býður upp á undirbúningsnámskeið fyrir Landsmót fyrir þá knapa sem hafa unnið sér inn þátttökurétt á Landsmóti fyrir hönd yngri flokka Spretts. Kennt verður á miðvikudögum frá kl.15-21. Hver og einn bókar sig á ákveðinn tíma sem helst út allt námskeiðið.