Skip to content

Liðsstyrkur

Það eru fjölmörg verkefni á borði stjórnar þessa dagana þar sem framkvæmdarstjórinn okkar er í leyfi. Eitt af þeim verkefnum er utanumhald um kynbótasýningarnar sem verða í Spretti í sumar. Stjórn hefur leitað til Erlu Guðnýjar Gylfadóttur að aðstoða sig við framkvæmd og utanumhald á kynbótasýningum Spretts í fjarveru framkvæmdastjóra. Erla hefur víðtæka reynslu tengt kynbótasýningum og hefur bæði verið sýningarstjóri og þulur á slíkum sýningum. Hún þekkir því vel til og ómetanlegt að fá hana í þetta verkefni í fjarveru framkvæmdastjóra. 

Við biðlum til félagsmanna sem vilja leggja hönd á plóg fyrir félagið okkar núna inn í sumarið að gefa sig fram við stjórn. Það eru fjölmörg verkefni sem gaman væri að ráðast í saman í sumar, sem og allskonar verkefni sem búið er að lofa og þarf að halda utan um. Áhugasamir geta sent póst á [email protected].