Skip to content

Undirbúningur fyrir Landsmót

Undirbúningsnámskeið fyrir Landsmót fyrir unga Sprettara!

Reiðkennarinn Árný Oddbjörg býður upp á undirbúningsnámskeið fyrir Landsmót fyrir þá knapa sem hafa unnið sér inn þátttökurétt á Landsmóti fyrir hönd yngri flokka Spretts.

Kennt verður á miðvikudögum frá kl.15-21. Hver og einn bókar sig á ákveðinn tíma sem helst út allt námskeiðið. Kennt í einkatímum, 25mín hver tími (3-4 skipti), auk 2-3 skipta í aðstoð á Landsmóti. Tímarnir eru hugsaðir sem létt aðstoð, stilla upp prógrammi og undirbúningur fyrir Landsmót auk aðstoðar á mótinu sjálfu.

Kennt verður eftirtalda daga;
-5.júní samskipahöll
-12.júní samskipahöll/völlur
-19.júní samskipahöll/völlur
-26.júní (mögulega í Víðidal)
-helgina fyrir LM, 28.-30.júní, þegar ljóst er hvenær Sprettur fær æfingatíma
– aðstoð í forkeppni á Landsmóti

Verð er 29.500kr

Skráning hefst föstudaginn 31.maí kl.20:00 á sportabler.com
Allar nánari upplýsingar hjá Þórdísi á [email protected]