Fréttir og tilkynningar

Góð uppskera 2024

Sameiginleg uppskeruhátíð hestamannafélaganna Spretts og Fáks fór fram á föstudagskvöldið 22 nóvember í veislusal Spretts. Góð mæting var á hátíðina og umgjörðn öll sú glæsilegasta. Þar voru verðlaunaðir þeir knapar í ungmenna- og fullorðinsflokki sem þóttu skara fram úr á árinu. Auk þess var Sverrir Einarsson fyrrum formaður Spretts heiðraður

Nánar

Knapaþjálfun með Bergrúnu

Enn er hægt að skrá sig á reiðnámskeiðið Knapaþjálfun með Bergrúnu Ingólfsdóttur. Skemmtileg nýbreytni með áherslu á líkamsbeitingu knapans. Frábært start inn í veturinn! Skráning fer fram á sportabler.com.Hlekkur á skráningu hér: https://www.abler.io/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzQ4NDQ=  

Nánar

Góður stefnumótunarfundur

  Síðastliðinn þriðjudag fór fram stefnumótun hjá okkur í Spretti. Fundurinn var vel auglýstur, bæði á miðlum félagsins sem og á fréttaveitu Eiðfaxa. Rúmlega 30 manns mættu, gæddu sér á yndislegri súpu frá Matthildi og tóku þátt í vinnunni. Umræðunni var stýrt af Petru Björk og Jónínu Björk formanni Spretts.

Nánar

Uppskeruhátíð Hrossaræktarnefndar Spretts 2024

Hrossaræktarnefnd Spretts hélt sína árlegu Uppskeruhátíð þann 15.nóv. sl. í Arnarfelli veislusal Samskipahallarinnar í Spretti. Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu hross í hverjum flokki kynbótahrossa, hægt er að sjá þau hér .  Kynbótahross ársins er  Nóta frá Sumarliðabæ 2 IS2019281514  aðaleinkunn 8,67/8,71,  aldursleiðrétt 8,77. Ræktunarbú ársins er Sumarliðabær 2. Meðaleinkunn hrossa 8,56

Nánar

Viðrunarhólf spretts

Ágætu Sprettarar Nú gengur í garð einn stormasamasta tíð ársins með frosti og hita á milli og því um að gera að fara hvíla viðrunarhólfin svo ekki endi sem úttroðin stykki sem enginn sómi er að. Við ætlum að miða við 25 nóv. nk. sem lokadag sem hægt er að

Nánar
Scroll to Top