Skip to content

Hulda María og Herdís Björg heiðraðar

Á nýafstaðinni Íþróttahátíð Garðabæjar misfórst hjá sveitafélaginu að heiðra þær Huldu Maríu Sveinbjörnsdóttur og Herdísi Björgu Jóhannsdóttur vegna afreka sinna á alþjóðlegum vettvangi.

Veittar eru viðurkenningar til þeirra sem vinna til verðlauna (1.-3.sæti) á alþjóðlegu móti.

Þær voru báðar valdar til þátttöku fyrir hönd Íslands á Norðurlandamótinu í hestaíþróttum sem fram fór í Herning, Danmörku, í ágúst sl.

Hulda María náði þeim frábæra árangri að verða í 3. sæti í fimmgangi, 3. sæti í gæðingaskeiði og 2. sæti í samanlögðum árangri í fimmgangsgreinum í ungmennaflokki.

Á sama móti náði Herdís Björg Jóhannsdóttir 2. sæti í slaktaumatölti einnig í ungmennaflokki.

Sveitarfélagið brást skjótt við og veitti formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar, Hrannar Bragi Eyjólfsson, Huldu Maríu viðurkenningu fyrir árangur sinn í Miðgarði. Herdís verður heiðruð við annað tækifæri.

Til hamingju með árangurinn Hulda María og Herdís Björg!