Fréttir og tilkynningar

Einkatímar með Arnari Mána
Reiðkennarinn Arnar Máni Sigurjónsson býður upp á einkatíma með áherslu á keppni á mánudögum í Samskipahöll fyrir yngri flokka. Hver tími er 30mín. Tímasetningar í boði á milli kl.17:30-21:30. Fjöldi tíma er 10 skipti samtals. Kennt verður í hólfi 3 í Samskipahöll. Kennsla hefst mánudaginn 27.janúar og lýkur mánudaginn 31.mars.

Viðvera á skrifstofu
Viðvera yfirþjálfara Spretts, Þórdísar Önnu Gylfadóttir, á skrifstofu Spretts verður framvegis á þriðjudögum milli kl.14-18. Skrifstofuna er að finna á 2.hæð Samskipahallarinnar, gengið er inn um gaflinn sem snýr að hesthúsunum, og upp stigann. Skrifstofuna er að finna fyrir aftan þulustúkuna. Þórdís getur aðstoðað félagsmenn með allt það sem snýr

BLUE LAGOON mótaröð Spretts
Vinsæla BLUE LAGOON mótaröðin verður á sínum stað í vetur í Samskipahöllinni í Spretti. Mótaröðin er ætluð börnum, unglingum og ungmennum alls staðar af landinu. Einnig verður boðið upp á einstaka keppni í pollaflokki þann 10.apríl. Í ár verður boðið upp á stigskipta flokka í unglingaflokki, minna og meira vanir,

Nýárspistill Æskulýðsnefndar og Barna- & unglingaráðs
Margt og mikið hefur verið í gangi hjá bæði Barna- og unglingaráði sem og Æskulýðsnefndar Spretts haust og vetur 2024 sem okkur langar til að deila með félagsmönnum. Við erum svo heppin að við eigum stóran og flottan hóp af metnaðarfullum og skemmtilegum ungum Spretturum sem standa fyrir ýmsum viðburðum

Laust sæti í barna – og unglingaráði Spretts!
Auglýst er laust sæti í barna- og unglingaráði Spretts. Ráðið fundar reglulega, ca. 1x í mánuði, þar sem rætt er um hugmyndir að viðburðum, hittingum og námskeiðum fyrir börn og unglinga í Spretti. Í ráðinu sitja Elva Rún Jónsdóttir, Hulda Ingadóttir, Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir, Kristín Elka Svansdóttir og Kári

Jólakveðja
Hestamannafélagið Sprettur óskar öllum félagsmönnum sínum gleðilegrar jólahátíðar.