Auglýst er laust sæti í barna- og unglingaráði Spretts. Ráðið fundar reglulega, ca. 1x í mánuði, þar sem rætt er um hugmyndir að viðburðum, hittingum og námskeiðum fyrir börn og unglinga í Spretti.
Í ráðinu sitja Elva Rún Jónsdóttir, Hulda Ingadóttir, Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir, Kristín Elka Svansdóttir og Kári Sveinbjörnsson. Úr ráðinu fer Óliver Gísli Þorrason vegna aldurs (komin í ungmennaflokk).
Áhugasamir mega gjarnan senda póst á [email protected], í síðasta lagi 5.janúar.