Skip to content

Einkatímar með Arnari Mána

Reiðkennarinn Arnar Máni Sigurjónsson býður upp á einkatíma með áherslu á keppni á mánudögum í Samskipahöll fyrir yngri flokka. Hver tími er 30mín. Tímasetningar í boði á milli kl.17:30-21:30. Fjöldi tíma er 10 skipti samtals. Kennt verður í hólfi 3 í Samskipahöll. Kennsla hefst mánudaginn 27.janúar og lýkur mánudaginn 31.mars. Einkatímarnir eru ætlaðir knöpum í yngri flokkum, þ.e. barna-, unglinga- og ungmennaflokki. 

Arnar Máni er útskrifaður reiðkennari frá Hólaskóla. Hann er keppnisreyndur knapi og hefur m.a. unnið til Reykjavíkur- og Íslandsmeistartitla. Léttur og skemmtilegur kennari, með mikla keppnisreynslu upp alla yngri flokkana, sem nær afar vel til nemenda sinna.

Verð er 55.000kr. 

Skráning opnar mánudaginn 6.janúar kl.12:00 og fer fram á sportabler.com/shop/hfsprettur