Skip to content

Sprettur Hestamannafélag

Fyrstu vetrarleikar Spretts 2023

Fyrstu Vetrarleikar Spretts 2023 verða haldnir í Samskipahöllinni sunnudaginn 29.jan næstkomandi Keppt verður á hefðbundin hátt vetrarleika, uppá vinstri hönd, hægt tölt og svo fegurðartölt. Skráning fer fram í anddyri veislusals Spretts kl:11:00-12:00 Mótið er ætlað skuldlausum félagsmönnum í hestamannafélaginu Spretti. Hver keppandi má aðeins skrá í einn flokk og eru félagar hvattir til að sýna metnað við skráningu í flokka. Nefndin áskilur sér rétt… Read More »Fyrstu vetrarleikar Spretts 2023

Félagsgjöld Spretts 2023

Nú verða félagsgjöld Spretts send út bráðlega. Hvers vegna er mikilvægt að allir sem nýta sér aðstöðuna greiði félagsgjöld í Spretti og fyrir hvað stendur hestamannafélagið Sprettur? Sprettur er stórt félag og í mörg horn að líta dagsdaglega. Tveir starfsmenn eru á launum hjá félaginu í hlutastörfum, Lilja Sigurðardóttir, framkvæmdastýra og Þórdís Anna Gylfadóttir, fræðslustýra auk þess sem Gunni “bakari” hefur verið framkvæmdastýru innan handar… Read More »Félagsgjöld Spretts 2023

Nefndarstörf í Spretti

Vilt þú koma og starfa í nefndum Spretts? Stjórn og framkvæmdastýra óska eftir fólki sem vilja leggja hönd á plóg í félagsstarfi Spretts. Margar öflugar nefndir starfa í Spretti og erum við öllum þeim sjálfboðaliðum þakklát fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Alltaf er pláss fyrir gott fólk!! Hér má sjá hvaða nefndir eru í félaginu https://sprettur.is/nefndir/ Þið sem hafa áhuga á að vera með… Read More »Nefndarstörf í Spretti

Gleðileg jól

Kæru Sprettarar. Nú er árið senn á enda og góður tímabili hjá okkur að ljúka. Árið hefur verið viðburðarríkt í starfi félagsins. Mikið um mótahald, útreiðar, landsmót og loks mannfagnaðir eftir langan covid tíma. Framundan er fjölbreytt dagskrá hjá félaginu ss. námskeið, kennsla, mótahald ásamt mörgu öðru. Miklar framkvæmdir eru hafnar á svæðinu okkar við uppbyggingu nýs hverfis og einnig v/ landsmóts 2024. Starfið okkar… Read More »Gleðileg jól

Leiðin að gullinu

Landsliðs- og afreksnefnd LH býður unglingum í á vegum hestamannafélaga sérstakt tilboðsverð á aðgöngumiða á „Leiðina að gullinu“ menntadagi landsliðsins. Unglingum á aldrinum 13-17 ára býðst miðinn á 3.000 kr. ef keypt er í gegnum hestamannafélögin í forsölu. Miðapantarnir í gegnum sprettur@sprettarar.is, vinsamlega sendið nafn og netfang þess sem pantar. Fyrir kl 16:00 föstudaginn 8.des Frítt er fyrir 12 ára og yngri.

Kerrur við Húsasmiðjuhöll

Kerrueigendur eru beðnir um að fjarlæja allar kerrur sem standa við langhlið Húsasmiðjuhallarinnar í dag, 7.des. Óheimilt er að leggja kerrum við höllina þar til í lok næstu viku vegna framkvæmda við höllina. Hægt er að leggja kerrum á gamla kerruplaninu neðst í hverfinu, við enda Andvaravalla einnig er hægt að nota planið fyrir ofan gamla íþróttavöllinn.

Skötuveisla 23.des

Skötuvinir Spretts blása til veilsu í hádeginu 23.des.11:30-14:00 Kæst skata, tindabikkja, saltfiskur, brennivín,Bolabjór, kartöflur, rófur, rúgbrauð, hamsatólg og íslenskt smjör. Aðgangseyrir 4900kr pr mann – takmarkaður sætafjöldi. Borðapantarnir á sprettur@sprettarar.is Húsið opnar kl 11:00, borðhald verður á milli 11:30 og 14:00. Gunnar Gunnsteins stýrir borðhaldi Skötuvinir

Vilt þú starfa í nefndum LH?

Að loknu hverju landsþingi skipar stjórn Landssambands hestamannafélaga í nefndir sambandsins til tveggja ára. Nefndarstörf eru undirstaðan í öllu starfi LH og mikilvægt að fá öfluga sjálfboðaliða sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum. Ef þú ert tilbúin/n til að starfa í nefnd hjá LH þá sækir þú um á sértöku umsóknareyðublaði.  Frestur til að gefa kost á sér í nefndastörf LH er fimmtudagur 8. desember. Nefndirnar sem… Read More »Vilt þú starfa í nefndum LH?