Kæru Sprettarar.
Nú er árið senn á enda og góður tímabili hjá okkur að ljúka. Árið hefur verið viðburðarríkt í starfi félagsins. Mikið um mótahald, útreiðar, landsmót og loks mannfagnaðir eftir langan covid tíma.
Framundan er fjölbreytt dagskrá hjá félaginu ss. námskeið, kennsla, mótahald ásamt mörgu öðru. Miklar framkvæmdir eru hafnar á svæðinu okkar við uppbyggingu nýs hverfis og einnig v/ landsmóts 2024.
Starfið okkar byggist á sjálfboðaliðum og við hvetjum félagsmenn til að gefa kost á sér í hinar ýmsu nefndir þvi verum minnug þess að þetta er félagið okkar allra Sprettara.
Sendum okkar bestu jóla og nýársóskir með þakklæti fyrir liðið.
Fh. stjórnar og framkvæmdastjóra
Sverrir Einarsson, formaður