Fréttir og tilkynningar

Fulltrúar Spretts á Landsmóti 2024
Glæsilegt gæðingamót Spretts fór fram 25. – 27. maí en að því loknu kom í ljós hvaða knapar og hestar tryggðu sér rétt til að keppa fyrir Hestamannafélagið Sprett á Landsmóti 2024. Sprettur á rétt á því að senda 14 knapa úr hverjum flokki á Landsmót 2024. Hér að neðan

Hrímnis fatnaður
Nú auglýsum við, í síðasta skiptið, afhendingu á fatnaðinum frá Hrímni en þetta er í þriðja skipti sem afhendingin er auglýst. Á morgun, þriðjudaginn 11. júní milli kl 19-20, verður fatnaðurinn afhentur á 2 hæð í Samskipahöllinni. Eftir þann tíma verður send krafa í heimabanka þeirra sem pantaði fatnaðinn svo

Kynbótasýning í Spretti 10 – 14 júní
Á morgun, mánudaginn 10. júní hefst kynbótasýning í Spretti. Sýningin er rúmlega fullbókuð og von er á mörgum glæsilegum gæðingum í braut í vikunni. Stjórn Spretts hefur fengið til liðs við sig einvala lið Sprettara til að aðstoða við undirbúning og rennsli á sýningunni. Í vikunni sem leið er búið

Losun taðkara
Nú er kominn sá tími þar sem margir sleppa hestunum sínum í sumarhagana. Félagið mun áfram bjóða uppá losun taðkara hjá þeim sem nýta sér þá þjónustu og verða með hross áfram á húsi. Þeir sem ekki ætla að nýta sér þjónustuna í sumar og/eða haust verða að láta vita

Öryggisupplifun knapa
Á neðangreindum hlekk er hægt að lesa skýrslu um öryggisupplifun knapa og samspil við aðra útivistahópa á reiðleiðum á höfuðborgarsvæðinu. Áætlað er að um 10.000 manns hið minnsta stundi hestamennsku að staðaldri á höfuðborgarsvæðinu, en ekki eru allir iðkendur hestamennsku skráðir í hestamannafélag. Þar að auki er fjöldi barna í

Liðsstyrkur
Það eru fjölmörg verkefni á borði stjórnar þessa dagana þar sem framkvæmdarstjórinn okkar er í leyfi. Eitt af þeim verkefnum er utanumhald um kynbótasýningarnar sem verða í Spretti í sumar. Stjórn hefur leitað til Erlu Guðnýjar Gylfadóttur að aðstoða sig við framkvæmd og utanumhald á kynbótasýningum Spretts í fjarveru framkvæmdastjóra.