Skip to content

Uppskeruhátíð Hrossaræktarnefndar Spretts 15. nóv. kl 20

Hrossaræktarnefnd boðar til Uppskeruhátíðar þann 15 nóvember nk. kl 20.00 í Arnarfelli

Dagskrá:

1.Verðlaunaafhending kynbótahrossa og ræktunarbús. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu hross í hverjum flokki (8)auk ræktunarbús ársins. Sýnd verða klippt myndbönd frá Alendis af öllum hrossum

2. Olil Amble heldur fyrirlesturinn: Að ná árangri í ræktun

3. Lena Zedelius dýralæknir og sérfræðingur í tannheilsu hrossa heldur fyrirlesturinn The teeth- body connection.

4. Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur og eftirherma kitlar hláturtaugar viðstaddra.

Allir velkomnir, frír aðgangur. Fjölmennum og takið kvöldið frá.

Hrossaræktarnefnd Spretts