Skip to content

Uppskeruhátíð spretts og fáks í Arnarfelli 22. nóvember

Uppskeruhátíð Spretts og Fáks fer fram í Arnarfelli í Sprettshöllinni föstudaginn 22. nóvember næstkomandi.

Verðlaunaðir verða knapar í Fáki og Spretti í ungmenna, áhugamanna og meistaraflokki.

Á hátíðinni verður steikarhlaðborð með grillaðri nautalund, steiktri kjúklingabringu ásamt tilheyrandi meðlæti.

Þá mun hljómsveitin The Bookstore Band spila fyrir dansi að borðhaldi og verðlaunaafhendingu lokinni.

Miðasala fer fram í gegnum skráningarform á vef Fáks og Spretts fimmtudaginn 14. nóvember. Miðasala opnar á slaginu 12:00 á hádegi.

ATH – TAKMARKAÐ MAGN MIÐA – BÓKIÐ Í TÍMA. 

Miðaverð á steikarhlaðborð og ball 11.900 krónur.
Miðaverð á dansleik 2.990 krónur.

Nánar auglýst síðar.