Fréttir og tilkynningar

Frá reiðveganefnd
Kæru Sprettarar. Nú eru framkvæmdir við lagningu reiðvegar ofan Grunnuvatnsskarðs yfir í Vífilstaðahlíð loksins að hefjast. Fyrsta skrefið er söfnun efnis á svæðið og má því eiga von á umferð vörubíla og stórra vinnuvéla á kaflanum frá gamla Andvarahverfinu og upp fyrir skarðið. Biðjum við ykkur að gæta varúðar á

Viðrunarhólf eiga að vera komin í hvíld
Nú ættu öll viðrunarhólf að vera komin í hvíld fyrir veturinn 🙂

Góð uppskera 2024
Sameiginleg uppskeruhátíð hestamannafélaganna Spretts og Fáks fór fram á föstudagskvöldið 22 nóvember í veislusal Spretts. Góð mæting var á hátíðina og umgjörðn öll sú glæsilegasta. Þar voru verðlaunaðir þeir knapar í ungmenna- og fullorðinsflokki sem þóttu skara fram úr á árinu. Auk þess var Sverrir Einarsson fyrrum formaður Spretts heiðraður

Knapaþjálfun með Bergrúnu
Enn er hægt að skrá sig á reiðnámskeiðið Knapaþjálfun með Bergrúnu Ingólfsdóttur. Skemmtileg nýbreytni með áherslu á líkamsbeitingu knapans. Frábært start inn í veturinn! Skráning fer fram á sportabler.com.Hlekkur á skráningu hér: https://www.abler.io/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzQ4NDQ=

Góður stefnumótunarfundur
Síðastliðinn þriðjudag fór fram stefnumótun hjá okkur í Spretti. Fundurinn var vel auglýstur, bæði á miðlum félagsins sem og á fréttaveitu Eiðfaxa. Rúmlega 30 manns mættu, gæddu sér á yndislegri súpu frá Matthildi og tóku þátt í vinnunni. Umræðunni var stýrt af Petru Björk og Jónínu Björk formanni Spretts.

Uppskeruhátíð Hrossaræktarnefndar Spretts 2024
Hrossaræktarnefnd Spretts hélt sína árlegu Uppskeruhátíð þann 15.nóv. sl. í Arnarfelli veislusal Samskipahallarinnar í Spretti. Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu hross í hverjum flokki kynbótahrossa, hægt er að sjá þau hér . Kynbótahross ársins er Nóta frá Sumarliðabæ 2 IS2019281514 aðaleinkunn 8,67/8,71, aldursleiðrétt 8,77. Ræktunarbú ársins er Sumarliðabær 2. Meðaleinkunn hrossa 8,56
