Fréttir og tilkynningar

Fóðurblandan – Tilboð til skuldlausra Sprettara
Fóðurblandan hefur ákveðið að bjóða skuldlausum félögum í Spretti spæni og spónaköggla á frábæru tilboði sem stendur til 16 desember. Tengiliður Spretts við tilboðið er Stefanía Gunnarsdóttir hjá Fóðurblöndunni, st***@***ur.is. Við þökkum Fóðurblöndunni vel fyrir að standa við bakið á okkur hestafólki með þessu frábæra tilboði til félagsmanna. Athugið að

Fundur um taðþrær
Næstkomandi miðvikudag, þann 4. desember klukkan 20:00, verður haldinn fundur í veislusal Spretts með húseigendum hesthúsa sem eru við göturnar, Landsenda, Hlíðarenda, Hamraenda, Hæðarenda og hesthúsin sem standa við Markaveg. Þessi hesthús eiga það sameiginlegt að ekki var gert ráð fyrir taðþró við skipulag húsanna. Breytingar voru gerðar á skipulagi
Afrekssjóður Kópavogs
Minnum á að umsóknarfrestur í Afrekssjóð Kópavogs er að renna út! Hér má sjá reglugerð um Afrekssjóð Kópavogs. Hver og einn einstaklingur sækir um sjálfur í Afrekssjóð íþróttaráðs Kópavogs (ólíkt fyrirkomulaginu hjá Garðabæ). Hér eru leiðbeiningar varðandi umsókn í Afrekssjóð Kópavogs í þjónustugáttinni. 1) Velur þjónustugátt efst í hægra horni

Frá reiðveganefnd
Kæru Sprettarar. Nú eru framkvæmdir við lagningu reiðvegar ofan Grunnuvatnsskarðs yfir í Vífilstaðahlíð loksins að hefjast. Fyrsta skrefið er söfnun efnis á svæðið og má því eiga von á umferð vörubíla og stórra vinnuvéla á kaflanum frá gamla Andvarahverfinu og upp fyrir skarðið. Biðjum við ykkur að gæta varúðar á

Viðrunarhólf eiga að vera komin í hvíld
Nú ættu öll viðrunarhólf að vera komin í hvíld fyrir veturinn 🙂

Góð uppskera 2024
Sameiginleg uppskeruhátíð hestamannafélaganna Spretts og Fáks fór fram á föstudagskvöldið 22 nóvember í veislusal Spretts. Góð mæting var á hátíðina og umgjörðn öll sú glæsilegasta. Þar voru verðlaunaðir þeir knapar í ungmenna- og fullorðinsflokki sem þóttu skara fram úr á árinu. Auk þess var Sverrir Einarsson fyrrum formaður Spretts heiðraður
