Skip to content

Þjálfari ársins

Árný Oddbjörg Oddsdóttir, reiðkennari, var valin sem þjálfari ársins í kvennaflokki hjá sveitarfélaginu Garðabæ. Árný er vel að titlinum komin enda afar vinsæll reiðkennari hjá okkur Spretturum. Hér má sjá umsögn um Árnýju sem sendur var inn með tilnefningunni:

Árný Oddbjörg Oddsdóttir er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hún starfar við þjálfun og tamningu hrossa ásamt því að sinna reiðkennslu. Hestamannafélagið Sprettur hefur verið svo heppið að njóta krafta Árnýjar við reiðkennslu. Undanfarin 4 ár hefur hún kennt öllum aldurshópum, hvort sem er börnum eða fullorðnum, og er ætíð langvinsælasti reiðkennarinn, alltaf er fullbókað í kennslu henni og biðlistar hafa oft á tíðum myndast. Árný er fyrirmynd bæði innan vallar og utan, metnaðarfull, hvetjandi og sanngjörn. Hæfileikarík, traust og með einstakt lag á því að mynda góð tengsl við nemendur sína. Mikil ánægja er með starf Árnýjar – hvort sem um ræðir nemendur hennar, foreldra/aðstandendur eða stjórnendum hjá hestamannafélaginu Spretti. Samskipti hennar og framkoma einkennast af kurteisi og virðingu, ætíð til staðar og hægt að leita ráða hjá henni. Árný Oddbjörg kenndi ungum keppnisknöpum Spretts, börnum og unglingum, í aðdraganda Landsmóts hestamanna sem haldið var sl sumar en það er eitt stærsta mótið sem haldið er innan hestaíþróttarinnar. Árný náði feikna góðum árangri með nemendur sína og má þar helst nefna að í barnaflokki á LM fóru þrír knapar áfram í milliriðla og ein fór alla leið í A úrslit og endaði í 4.sæti.

Innilega til hamingju Árný Oddbjörg!