Skip to content

Íþróttahátíðir Kópavogs og Garðabæjar

Íþróttahátíðir sveitarfélaganna Kópavogs og Garðabæjar voru haldnar í síðastliðinni viku og sendir hestamannafélagið Sprettur inn árangur sinna félagsmanna til sveitarfélaganna. Veittar eru viðurkenningar í flokki 13-16 ára, stúlkur og drengir, og hjá fullorðnum, konur og karlar. Sprettur tilnefnir sína efstu knapa til verðlauna og viðurkenninga hjá báðum sveitarfélögum. Í flokki 13-16 ára eru eintaklingar heiðraðir á íþróttahátíðunum með viðurkenningu en í fullorðinsflokkum eru eingöngu 10 efstu heiðraðir, 5 konur og 5 karlar.

Í flokki 13-16 ára voru heiðruð hjá báðum sveitarfélögum þau Elva Rún Jónsdóttir og Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson. Þau voru stigahæst í stigaútreikningi hjá Spretti í barna- og unglingaflokki

Í fullorðinsflokki sendi Sprettur inn tilnefningar til beggja sveitarfélaga, þau Guðný Dís Jónsdóttir og Sigurður Baldur Ríkharðsson, en hlutu ekki tilnefningu í topp 10 að þessu sinni.

Þau voru stigahæst í stigaútreikningi hjá Spretti í ungmenna og fullorðinsflokkum.

Hjá Garðabæ var einnig veittar viðurkenningar fyrir þátttöku í fyrsta skipti með landsliði og voru við það tækifæri heiðruð Elva Rún Jónsdóttir, Guðný Dís Jónsdóttir og Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson.

Hjá Garðabæ er einnig veittar viðurkenningar ef einstaklingur eða lið hefur unnið til verðlauna á alþjóðlegu móti, miðað er við verðlaunasætin 1.-3.sæti. Herdís Björg Jóhannsdóttir og Hulda María Sveinbjörnsdóttir hljóta viðurkenningar fyrir verðlaunasæti sín á Norðurlandamóti íslenska hestsins. Herdís Björg fyrir 2.sæti í slaktaumatölti og Hulda fyrir 3.sæti í fimmgangi, 3.sæti í gæðingaskeiði og 2.sæti í samanlögðum fimmgangsgreinum.

Garðabær fjallaði einnig myndarlega um árangur Sprettara og Landsmót hestamanna í bæjarblaði sínu, Garðapóstinum.

Innilega til hamingju Sprettarar!