Fréttir og tilkynningar

Nýr formaður LH kosinn með góðum meirihluta

Linda Björk Gunnlaugsdóttir var kosin nýr formaður Landssambands Hestamanna á Landsþingi Hestamanna sem fram fer nú í Borgarnesi 25.-26 október 2024 með góðum meirihluta atkvæða eða 63,4% Við óskum okkar konu auðvitað innilega til hamingju með árangurinn og sendum henni hlýjar kveðjur. Til hamingju allir hestamenn með nýjan formann.  

Nánar

Einkatímar hjá Hennu Siren

Reiðkennarinn Henna Siren býður upp á einkatíma í Spretti í nóvember og desember. Kennt verður á föstudögum, tímasetningar í boði á milli kl.14-18. Hver tími er 30mín, samtals 5 skipti. Henna Siren er reynslumikill tamningamaður og þjálfari, hún er einnig útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Henna hefur sinnt reiðkennslu við

Nánar

Hestaklúbbur fyrir hressa hestakrakka

Hestamannafélagið Sprettur býður upp á hestatengda viðburði og hittinga nú í haust fyrir hressa hestakrakka, ekki er þörf á að hafa hest á húsi eða mæta með hest á námskeiðið. Eingöngu er um að ræða hittinga án hesta, en allir viðburðirnir munu hafa hestatengt þema, s.s. ferð á Kvisti til

Nánar

Sprettur hlýtur æskulýðsbikar LH 2024 !

Æskulýðsnefnd LH veitir á hverju ári Æskulýðsbikar LH því hestamannafélagi sem þykir hafa skarað framúr með sínu starfi að æskulýðsmálum og var það hestamannafélagið Sprettur sem hlaut viðurkenninguna í ár fyrir sitt ötula starf að Æskulýðsmálum. Í Æskulýðsnefnd Spretts undanfarin ár hafa starfað Þórunn Hannesdóttir, Inga Berg Gísladóttir og Erla

Nánar

Æskulýðsskýrsla Spretts 2024

Hér má sjá Æskulýðsskýrslu Spretts fyrir tímabilið 2023-2024. Eins og sjá má í skýrslunni hefur starf Æskulýðsnefndar verið afar umfangsmikið síðastliðið tímabil líkt og árin á undan. Nefndin hefur staðið fyrir fjölda viðburða, hittinga og ferðalaga. Það hefur skilað sér í auknum fjölda virkra þátttakenda sem og fjölgun nýliða þar

Nánar

Fjórir ungir Sprettarar í u-21

Á heimasíðu LH má sjá að tilkynntur hefur verið U-21 árs landslið Íslands. Í hópnum eigum við Sprettarar fjóra unga knapa! Það eru þau Hekla Rán Hannesdóttir, Herdís Björg Jóhannsdóttir, Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Sigurður Baldur Ríkharðsson. Innilega til hamingju með landsliðssætin ungu Sprettarar! Hekla Rán Hannesdóttir, hestamannafélagið SpretturA-úrslita knapi

Nánar
Scroll to Top