Skip to content

Fréttir

UPPLÝSINGABRÉF TIL ÍÞRÓTTA-OG ÆSKULÝÐSFÉLAGA OG SAMTAKA

Nú er sumarið að bresta á með samkomum, viðburðum og mannamótum Aðilar innan ýmissa stofnana hafa tekið höndum saman til þess að minna á forvarnargildið sem við berumöll ábyrgð á að sinna þegar kemur að ofbeldi. Teknar hafa verið saman helstu upplýsingar sem mikilvægter að hafa í huga fyrir sumarið. Við vonumst til þess að íþrótta- og æskulýðsfélög og samtök taki sér tímatil þess að… Read More »UPPLÝSINGABRÉF TIL ÍÞRÓTTA-OG ÆSKULÝÐSFÉLAGA OG SAMTAKA

Vorhátíð leikskólans Aðalþingi

Í gær (þriðjudag 27.jún) hafði foreldri úr foreldrafélagi leikskólans Aðalþingi samband við mig (Lilju) um kl:14:00, tilefnið var að framundan var vorhátíð leikskólans sem halda átti í Guðmundarlundi, hátíðin átti að hefjast kl 16:30. Veðurspáin var ekki góð og höfðu þau leitað að húsnæði í nágrenni við leikskólann til að komast inn með hátíðina, von var á leikhópnum Lottu á hátíðina með allt sitt hafurtaks,… Read More »Vorhátíð leikskólans Aðalþingi

Viðhald á reiðleiðum

Á næstunni getur útreiðarfólk átt von á því að mæta vinnuvélum á reiðleiðum Spretts. Unnið verður að viðhaldi og lagfæringum á nokkrum stöðum (merkt með gulu) biðjum við útreiðafólk að sýna þessu skilning og tillitsemi.

Áhugamannamót Íslands og áhugamannamót Spretts 2023

Dagana 21-23.júlí nk mun Áhugamannamót Íslands fara fram á félagssvæði hmf. Spretts í Garðabæ og Kópavogi. Samkvæmt reglum LH skal eingöngu keppt í 1. flokki á þessu móti. Því höfum við ákveðið í samráði við LH að á sama tíma verður Áhugamannamót Spretts haldið. Þar verður keppt í 2. og 3. flokki. Mótin verð „keyrð“ saman í dagskrá en í Sportfeng eru þetta aðskilin mót,… Read More »Áhugamannamót Íslands og áhugamannamót Spretts 2023

Áhugamannamót Íslands og Áhugamannamót Spretts

Dagana 21-23.júlí nk mun Áhugamannamót Íslands fara fram á félagssvæði hmf. Spretts í Garðabæ og Kópavogi. Samkvæmt reglugerð sem samþykkt var á síðasta LH þingi þá mótið þá á það eingöngu að vera í 1. flokki. Því höfum við ákveðið í samráði við LH að á sama tíma verður Áhugamannamót Spretts haldið. Þar verður keppt í 2. og 3. flokki. Mótin verð „keyrð“ saman í… Read More »Áhugamannamót Íslands og Áhugamannamót Spretts

Félagshesthús spretts, hvernig viljum við hafa það?

Hugmyndasmiðja fyrir uppbyggingu á Félagshesthúsi fyrir börn og unglinga. Stjórn hmf. Spretts langar að bjóða félagsmönnum að koma að hugmyndavinnu/spjalli við undirbúning og skipulag á félagshesthúsi og kennsluhöll á félagssvæði Spretts. Hugmynd stjórnar er að geta komið á samstarfi með báðum bæjarfélögunum um hvernig við getum nýtt okkar frábæru aðstöðu hér í Spretti til félagslegra úrræða og komið á samstarfi við skólana. Þannig getum við… Read More »Félagshesthús spretts, hvernig viljum við hafa það?

Niðurstöður opna gæðingamóts Spretts og Fáks.

Opna Gæðingamót Fáks og Spretts var haldið núna í vikunni, forkeppni í barna, unglinga og ungmennaflokki fór fram sl þriðjudag og forkepnni í Gæðingatölti, A- og B- flokkum á miðvikudagskvöldið. Öll úrslit fóru svo fram fimmtudagskvöldið 1.júní. Þátttaka var góð í yngri flokkum en sameina þurfti A- og B flokka. Margar góðar sýningar litu dagsins ljós og var sérstaklega gaman að fylgjast með ungu kynslóðinni… Read More »Niðurstöður opna gæðingamóts Spretts og Fáks.

Miðbæjarreiðin 3. júní

Hvetjum Sprettara til þess að fjölmenna í miðbæinn nk laugardag. Miðbæjarreið Landssambands Hestamannafélaga og Horses of Iceland verður haldin laugardaginn, 3. júní kl. 15:00 í miðbæ Reykjavíkur. Miðbæjarreiðin er ákaflega skemmtileg hefð sem vekur athygli á því mikilvæga hlutverki sem Íslenski hesturinn hefur í hjörtum okkar Íslendinga. Í ár mun reiðin hefjast formlega við Hallgrímskirkju kl 15:00 þaðan sem haldið verður niður Skólavörðustíginn, Bankastræti, yfir Lækjargötuna, Austurstræti, Pósthússtræti og stoppað við… Read More »Miðbæjarreiðin 3. júní

Opið Gæðingamót Fáks og Spretts

Ákveðið hefur verið að hafa forkeppni á opna gæðingamóti Fáks og Spretts 30.maí og 31.maí, öll úrslit verða fimmtudaginn 1.júní. Mótið verður haldið á félagssvæði Fáks í Víðidal. A og B flokkar hafa verið semaeinaðir. Allar skeiðgreinar falla niður og einnig tölt T1. Ráslistar eru í Kappa og biðjum við fólk um að fylgjast vel með þar. Allar afskráningar verða að fara fram í gegnum… Read More »Opið Gæðingamót Fáks og Spretts