Skip to content

Skemmtileg skötuveisla Spretts

Hin árlega Skötuveisla Spretts fór fram í veislusal Samskipahallarinnar mánudaginn 23.desember sl. Veislan var vel sótt eins og undanfarin ár og mættu um 200 manns til veislunnar. Gaman er að segja frá því að Skötuveisla Spretts byrjaði upprunalega sem lítill hópur af hestamönnum sem hafði gaman af skötunni og vildi leyfa sér þennan munað einu sinni á ári sem hefur svo spunnist upp í þennan stóra og skemmtilega viðburð innan félagsins. 

Fjölmiðlar sýndu þessari skemmtilegu hefð okkar Sprettarar áhuga og hér má finna hlekki á viðtöl sem tekin voru við þetta tilefni. 

Hádegisfréttir RÚV sendu fréttamann á staðinn sem tók viðtal við formann Spretts, Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur; 

https://www.ruv.is/utvarp/spila/hadegisfrettir/25243/a16khj/skotuveisla?fbclid=IwY2xjawHlWpdleHRuA2FlbQIxMAABHaNmogXzzRndG6MI7Kyk014VT-7PIo0rOHY8NkCA3-rDEmk99Sedf0fHcw_aem_fOw9tDe8o8yXRbEUtmxr6w

Kvöldfréttir RÚV mættu einnig á staðinn og tóku m.a. viðtal við matreiðslu snilling okkar Sprettara, Matthildi Kristjánsdóttur og Sprettarann Magnús Kristinsson; https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir/30762/ag9nb6/skotuveisla-spretts