Samskipahöllin verður lokuð fimmtudaginn 9.janúar og föstudaginn 10.janúar. Við biðjumst velvirðingar á stuttum fyrirvara en verktakar sáu sér fært að mæta og laga reiðhallargólfið í Samskipahöllinni fimmtudaginn 9.janúar og föstudaginn 10.janúar með litlum fyrirvara. Gólfið í reiðhöllinni verður heflað, það lagað til og að lokum sett flís í gólfið. Auk þess verða auglýsingar settar upp. Samskipahöllin opnar aftur fyrir félagsmenn til þjálfunar á laugardagsmorgun, 11.janúar.