Hestamannafélagið Sprettur býður börnum, unglingum og ungmennum uppá aðstöðu í félagshesthúsi sínu, að Heimsenda 1, gegn vægu gjaldi.
Í húsinu eru 6 eins hesta rúmgóðar stíur, sameiginleg hnakkageymsla, kaffistofa ásamt heitu vatni. Félagshesthúsið er hugsað fyrir börn, unglinga og ungmenni á aldrinum 10-21 árs og er ætlað að styðja við það unga fólk sem á sinn eigin hest en vantar aðstöðu og aðstoð til að stunda sína hestamennsku.
Í félagshesthúsinu hafa leigjendur aðgang að umsjónarmanni hússins, Jónu Guðnýju Magnúsdóttur tamningakonu, sem er til skrafs og ráðagerðar ef eitthvað er. Einnig er sameiginleg upplýsingasíða á fb og spjall fyrir leigjendur. Leigjendur skipta með sér gjöfum í húsinu og vinna eftir skipulagi umsjónarmanns. Hægt er að nýta frístundastyrki bæjarfélaganna við greiðslu á leigu í félagshesthúsi. Mánaðargjald með öllu inniföldu er 25.000kr.
Opið er fyrir umsóknir í félagshesthús Spretts veturinn 2025, umsóknir skal senda á [email protected]