Fréttir og tilkynningar

Hulda María og Herdís Björg heiðraðar
Á nýafstaðinni Íþróttahátíð Garðabæjar misfórst hjá sveitafélaginu að heiðra þær Huldu Maríu Sveinbjörnsdóttur og Herdísi Björgu Jóhannsdóttur vegna afreka sinna á alþjóðlegum vettvangi. Veittar eru viðurkenningar til þeirra sem vinna til verðlauna (1.-3.sæti) á alþjóðlegu móti. Þær voru báðar valdar til þátttöku fyrir hönd Íslands á Norðurlandamótinu í hestaíþróttum sem

Helgarnámskeið með Sigvalda
Skráning er enn opin! Nokkur sæti laus! Helgina 1.-2. febrúar mun reiðkennarinn Sigvaldi Lárus Guðmundsson bjóða upp á helgarnámskeið. Kennt er á laugardegi og sunnudegi í 40mín einkatíma. Á laugardegi og sunnudegi er kennt í Samskipahöll, hólf 3. Sigvaldi er menntaður reiðkennari frá Hólaskóla og hefur sinnt reiðkennslu við góðan

Forskoðun kynbótahrossa 08. febrúar 2025 hjá Spretti í Samskipahöllinni
Eins og undanfarin ár mun Þorvaldur Kristjánsson yfirmaður hrossaræktar hjá RML sjá um viðburðinn. Vinsæll viðburður sem hefur hjálpað mörgum í mati á sínu hrossi. Allir eigendur hrossa velkomnir að skrá sig óháð félagi. Skráning hjá : ha******@**.is fyrir 6.febr. kl 22. Verð kr 3.000, hægt að millifæra á staðnum.

Þorrablót Spretts og Fáks 2025
Þorrablót Spretts og Fáks verður haldið laugardaginn 8.febrúar nk. Veislan fer fram í Arnarfelli, veislusalnum í Samskipahöllinni. Á næstu dögum munum við segja betur frá dagskránni, hver verður veislustjóri o.s.frv. en nefndin hefur lofað góðu fjöri! Borðapantanir fara fram á sp******@******ur.is og er miðaverð 12.900kr.

Foreldrafundur ungra Sprettara
Foreldrafundur ungra Sprettara verður haldinn miðvikudaginn 29.janúar kl.18-19 í veislusal Samskipahallarinnar. Á fundinum munum við segja frá fyrirhuguðu æskulýðsstarfi ársins 2025, m.a. verður rætt um fyrirhugaða utanlandsferð ungra Sprettara. Hvetjum alla foreldra og forráðamenn ungra Sprettara til að mæta. Sjáumst hress!

Skemmtimótið Grímu- og glasafimi Spretts
Skemmtilegasta mót ársins mun fara fram 31 jan nk – Grímu og glasafimi. Fjörið hefst kl 18:00 í Samskipahöllinni! Við hvetjum unga sem og eldri Sprettara til þess að spreyta sig á sínum gæðing. Það verða riðnir 3 hringir með glas í hendi og sá sem sullar minnst úr sínu