Skip to content

Uncategorized

Litli rekstarhringurinn, áminning um notkun

Af gefnu tilefni þurfum við að setja skýrar reglur um hvenær megi reka hross á gamla gæðingavellinum í Spretti. Undanfarið hafa okkur borist of margar kvartanir vegna óþæginda sem reiðmenn verða út af hlaupandi hrossum á hringnum. Leyfilegt er að reka alla daga frá kl 6:00-12:00 og frá kl 20:00-23:00. Stranglega bannað er að nota bílflautur eða annan hávaða þegar hrossin eru rekin. Gæta skal… Read More »Litli rekstarhringurinn, áminning um notkun

Hreinsunardagur Spretts 28.apríl

Næstkomandi fimmtudag 28.apríl verður hreinsunardagur Spretts. Hittumst við Samskipahöllina kl 17:00, náum okkur í poka og röltum af stað. Við hvetjum félagsmenn til að þess að bíða með útreiðar og taka höndum saman og ganga um svæðið okkar og týna rusl, raka reiðvegina og laga til það sem betur má fara, ruslapokar og áhöld verða til staðar. Á sama tíma ætlum við líka að laga… Read More »Hreinsunardagur Spretts 28.apríl

Viðrunarhólf sumarið 2022

Gleðilegt sumar  Nú þegar sól hækkar á lofti er gott að koma hrossunum okkar í útiveru yfir daginn, við erum svo lánsöm að hafa góð græn svæði til umráða hjá okkur hér í Spretti. Eitt þeirra er Básaskarð, annað er við gamla Andvaravöllinn, og þriðja svæðið er vestan við Samskipahöll. Hólf á þessum svæðum eru ætluð til útiveru hrossa okkar yfir daginn. Ekki er leyfilegt… Read More »Viðrunarhólf sumarið 2022

Firmamót Spretts 2022

Takið fimmtudaginn 21.apríl frá.  Firmakeppni Spretts er ein af mikilvægustu tekjuleiðum félagsins og þó fyrirvarinn sé stuttur þá ætlum við í mótanefnd Spretts ásamt Bödda og félögum að blása til sóknar fyrir félagið okkar og safna saman styrkjum og halda skemmtilegt mót.  Þeir/þær sem vilja styrkja mótið er bent á að hafa samband við Bödda í síma 897-7517 eða Sverri 896 8242 Skráningargjöld á firmakeppni… Read More »Firmamót Spretts 2022

Opið Íþróttamót Spretts verður samkvæmt dagskrá 4.-8.maí

Skráning á mótið er opin og mun standa til miðnættis laugardaginn 29. apríl.Skráning fer fram í gegnum Sportfeng. Sprettur áskilur sér rétt til að fella niður eða sameina flokka/greinar ef ekki er næg þátttaka. Það er mikil vinna sem liggur að baki undirbúningi og framkvæmd íþróttamótsins. Flest vinum við þetta í sjálfboðavinnu og með glöðu geði. Hins vegar viljum í nefndinni fara fram á að… Read More »Opið Íþróttamót Spretts verður samkvæmt dagskrá 4.-8.maí

Karlatölt Spretts 2022

Opnir æfingatímar fyrir Karlatöltið verða á sunndag 17.apríl kl 14:00-17:00 og Mánudaginn 18.apríl kl 21:00-23:00  

Dagskrá Dymbilvikusýningar Spretts 2022

Þá er dagurinn runnin upp, sólin farin að skína og allir komnir í páskafíling. Það fer allt að verða tilbúið fyrir dymbilvikusýninguna í kvöld sem hefst kl 20:00 í Samskipahöllinni. Vegleg dagskrá í boði og opnar húsið kl 18.00,Hægt verður að kaupa mat og einnig verður Happy hour á milli 18:00-20:00 Aðgangseyrir 2000 kr. Fyrir 12 ára og eldri. Ræktunarhross skipa stærstan sess á sýningunni… Read More »Dagskrá Dymbilvikusýningar Spretts 2022

Námskeið fyrir þuli á mótum

LH stendur fyrir námskeiði fyrir þuli sem stýra keppni á mótum. Námskeiðið verður haldið í TM-reiðhöllinni í Víðidal sunnudaginn 24. apríl kl. 11-16. Kennari á námskeiðinu er Sigrún Sigurðardóttir en hún er ein af okkar reyndustu þulum. Boðið verður upp á tveggja tíma fyrirlestur í veislusal reiðhallarinnar og svo er verkleg kennsla í reiðhöllinni þar sem nemendur fá að stýra knöpum í reið. Við hvetjum… Read More »Námskeið fyrir þuli á mótum

Ráslistar á opna æfingamótinu í fjórgangi

Mótið hefst kl 18:00 18:00 V5 18:20 V2 Fjórgangur V5 Fullorðinsflokkur – 1. flokkur 1 1 V Katharina Søe Olsen 1 – Rauður Geysir Tign frá Leirubakka Brúnn/milli-einlitt 6 Geysir Anders Hansen Galdur frá Leirubakka Drottning frá Víðihlíð2 1 V Orri Arnarson 2 – Gulur Snæfellingur Eygló frá Leirubakka Rauður/ljós-stjörnóttglófext 6 Snæfellingur Anders Hansen, Fríða Hansen, Orri Arnarson Draupnir frá Stuðlum Eyvör frá Leirubakka3 1… Read More »Ráslistar á opna æfingamótinu í fjórgangi

Kvennatöltið 2022

Hið sívinsæla og upprunalega Kvennatölt Spretts og Mercedes-Benz fer fram í Samskipahöllinni í Spretti laugardaginn 23.apríl n.k. Nánari upplýsingar um flokkaskiptingu og reglur er að finna á viðburði á Facebook undir nafninu Kvennatölt Spretts 2022. Endilega meldið ykkur inn á viðburðinn til að fylgjast með upplýsingum.Skráningargjald er kr. 6000kr per skráningu og fer skráning fram á https://skraning.sportfengur.com/Konur eru hvattar til að skrá sem fyrst, en… Read More »Kvennatöltið 2022