Skip to content

Uncategorized

Liðakynning – Áhugamannadeild Spretts 2023

Nú styttist í að keppnistímabil áhugamannadeildar Spretts hefjist og langar okkur að kynna liðin sem taka þátt í deildinni í ár. Við hefjum keppni fimmtudagskvöldið 16. febrúar þegar keppt verður í fjórgangi. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á reglum áhugamannadeildarinnar en í ár hafa liðin möguleika á að tefla fram öllum 5 knöpum liðsins í öllum greinum, en áfram verður það þannig að árangur efstu… Read More »Liðakynning – Áhugamannadeild Spretts 2023

Félagsgjöld Spretts 2023

Nú verða félagsgjöld Spretts send út bráðlega. Hvers vegna er mikilvægt að allir sem nýta sér aðstöðuna greiði félagsgjöld í Spretti og fyrir hvað stendur hestamannafélagið Sprettur? Sprettur er stórt félag og í mörg horn að líta dagsdaglega. Tveir starfsmenn eru á launum hjá félaginu í hlutastörfum, Lilja Sigurðardóttir, framkvæmdastýra og Þórdís Anna Gylfadóttir, fræðslustýra auk þess sem Gunni “bakari” hefur verið framkvæmdastýru innan handar… Read More »Félagsgjöld Spretts 2023

Nefndarstörf í Spretti

Vilt þú koma og starfa í nefndum Spretts? Stjórn og framkvæmdastýra óska eftir fólki sem vilja leggja hönd á plóg í félagsstarfi Spretts. Margar öflugar nefndir starfa í Spretti og erum við öllum þeim sjálfboðaliðum þakklát fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Alltaf er pláss fyrir gott fólk!! Hér má sjá hvaða nefndir eru í félaginu https://sprettur.is/nefndir/ Þið sem hafa áhuga á að vera með… Read More »Nefndarstörf í Spretti

Jólabingó yngri flokka Spretts

Sunnudaginn 18. desember kl.16:00-18:00 í veislusal Samskipahallarinnar verður haldið Jólabingó yngri flokka Spretts. Allir Sprettarar 8 ára til 21 árs eru velkomnir í Jólabingóið. Veglegir vinningar! Jólaöl og smákökur í boði. Hlökkum til að sjá sem flesta!

Jólabingó yngri flokka Spretts

Sunnudaginn 18. desember kl.17:00-19:00 í veislusal Samskipahallarinnar verður haldið Jólabingó yngri flokka Spretts. Allir Sprettarar 8 ára til 21 árs eru velkomnir í Jólabingóið. Veglegir vinningar! Jólaöl og smákökur í boði. Hlökkum til að sjá sem flesta!

Leiðin að gullinu

Landsliðs- og afreksnefnd LH býður unglingum í á vegum hestamannafélaga sérstakt tilboðsverð á aðgöngumiða á „Leiðina að gullinu“ menntadagi landsliðsins. Unglingum á aldrinum 13-17 ára býðst miðinn á 3.000 kr. ef keypt er í gegnum hestamannafélögin í forsölu. Miðapantarnir í gegnum sprettur@sprettarar.is, vinsamlega sendið nafn og netfang þess sem pantar. Fyrir kl 16:00 föstudaginn 8.des Frítt er fyrir 12 ára og yngri.

Kerrur við Húsasmiðjuhöll

Kerrueigendur eru beðnir um að fjarlæja allar kerrur sem standa við langhlið Húsasmiðjuhallarinnar í dag, 7.des. Óheimilt er að leggja kerrum við höllina þar til í lok næstu viku vegna framkvæmda við höllina. Hægt er að leggja kerrum á gamla kerruplaninu neðst í hverfinu, við enda Andvaravalla einnig er hægt að nota planið fyrir ofan gamla íþróttavöllinn.

Skötuveisla 23.des

Skötuvinir Spretts blása til veilsu í hádeginu 23.des.11:30-14:00 Kæst skata, tindabikkja, saltfiskur, brennivín,Bolabjór, kartöflur, rófur, rúgbrauð, hamsatólg og íslenskt smjör. Aðgangseyrir 4900kr pr mann – takmarkaður sætafjöldi. Borðapantarnir á sprettur@sprettarar.is Húsið opnar kl 11:00, borðhald verður á milli 11:30 og 14:00. Gunnar Gunnsteins stýrir borðhaldi Skötuvinir

Vilt þú starfa í nefndum LH?

Að loknu hverju landsþingi skipar stjórn Landssambands hestamannafélaga í nefndir sambandsins til tveggja ára. Nefndarstörf eru undirstaðan í öllu starfi LH og mikilvægt að fá öfluga sjálfboðaliða sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum. Ef þú ert tilbúin/n til að starfa í nefnd hjá LH þá sækir þú um á sértöku umsóknareyðublaði.  Frestur til að gefa kost á sér í nefndastörf LH er fimmtudagur 8. desember. Nefndirnar sem… Read More »Vilt þú starfa í nefndum LH?