Skip to content

Liðakynning – Áhugamannadeild Spretts 2023

Nú styttist í að keppnistímabil áhugamannadeildar Spretts hefjist og langar okkur að kynna liðin sem taka þátt í deildinni í ár. Við hefjum keppni fimmtudagskvöldið 16. febrúar þegar keppt verður í fjórgangi.

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á reglum áhugamannadeildarinnar en í ár hafa liðin möguleika á að tefla fram öllum 5 knöpum liðsins í öllum greinum, en áfram verður það þannig að árangur efstu þriggja knapa hvers liðs telja til stiga. Jafnframt hefur B-úrslitum verið bætt við þannig að efstu 12 knapar eftir forkeppni fara í úrslit.

Veturinn verður sannarlega spennandi í áhugamannadeildinni.

Í þessari fyrstu kynningu kynnum við lið Mustad Autoline, lið Heimahaga og lið Káragerði.

Lið Mustad Autoline

Liðið samanstendur af Suðurnesjamönnum, Brimfaxa- og Mánafélögum sem eiga það sameiginlegt að elska hestamennsku.

Liðsmenn eru:

Sylvía Sól Magnúsdóttir
Aldur: 22 ára
Hestamannafélag: Brimfaxi
Starf: Hafnarvörður

Patricia Hobi
Hestamannafélag: Brimfaxi
Starf: Mótaka Silica Hotel

Gunnar Eyjólfsson
Aldur: 60 ára
Hestamannafélag: Máni
Starf: Pípulagningamaður

Högni Sturluson
Aldur: 51 árs
Hestamannafélag: Máni
Starf: Smiður

Jón Steinar Konráðsson
Aldur: 54 ára
Hestamannafélag: Máni
Starf: Smiður

Þjálfari er Snorri Ólason, hestamannafélaginu Mána

Aðstoðarþjálfari er Sigurður Kolbeinsson, hestamannafélaginu Mána

Lið Heimahaga

Liðsmenn eru:

Jóhann Ólafsson
Aldur: 54 ára
Hestamannafélag: Fákur
Starf: Forstjóri

Ríkharður Flemming Jensen
Aldur: 53 ára
Hestamannafélag: Sprettur
Starf: Tannsmiður

Sigurbjörn Viktorsson
Aldur: 46 ára
Hestamannafélag: Fákur
Starf: Bílasali

Edda Hrund Hinriksdóttir
Aldur: 30 ára
Hestamannafélag: Fákur
Starf: Athafnarkona

Gunnhildur Sveinbjarnardóttir
Aldur: 43 ára
Hestamannafélag: Fákur
Starf: Athafnarkona

Þjálfari er Teitur Árnason, hestamannafélaginu Fáki.

Lið Káragerði

Liðsmenn eru:

Ólafur Flosason
Aldur: 66 ára
Hestamannafélag: Borgfirðingur
Starf: Tónlistarkennari

Sigurður Tyrfingsson
Aldur: 62 ára
Hestamannafélag: Sprettur
Starf: Löggiltur fasteingasali

Erlendur Guðbjörnsson
Aldur: 57 ára
Hestamannafélag: Fákur
Starf: Pípulagningameistari

Hrefna Hallgrímsdóttir
Aldur: 36
Hestamannafélag: Fákur
Starf: Forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum

Erna Jökulsdóttir
Aldur: 24 ára
Hestamannafélag: Sprettur
Starf: Sálfræðinemi

Þjálfarar eru Benjamín Sandur Ingólfsson og Flosi Ólafsson