Skip to content

Fréttir

Vinna við reiðleið

í dag, 13.mars hefst vinna við lagfæringu á reiðleið á syðri hluta skeifunnar, verður sú vinna í gangi næstu daga, vörubílar munu því þurfa að fara í gegnum gamla hverfið og keyra gömlu skeiðbrautina (merkt með gulu á mynd) reiðleiðin verður hækkuð upp með fram skeifunni (mertk með grænu á mynd). Vonandi verður ónæðið sem minnst fyrir Sprettara en hjá því er nú samt ekki… Read More »Vinna við reiðleið

30.km hámarkshraði

Af gefnu tilefni minnum við ökumenn sem aka í gegnum félagssvæði hmf Spretts að á svæðinu öllu er hámarkshraði 30 km. Því miður virða of fáir ökumenn hámarkshraðann á svæðinu og ítrekað fáum við tilkynningar um að hestar fælist vegna bíla sem aka of hratt. Síðast í dag datt unglingstúlka af baki hesti sem fældist við bíl sem ók mjög hratt yfir hraðahindrunina á Markavegi… Read More »30.km hámarkshraði

Samskipadeildin, josera fimmgangurinn.

Við erum hvergi nærri hætt í Samskipadeilinni, áhugamannadeild Spretts, tvö mót eru að baki, þrjú eru framundan. Næst verðum við föstudaginn 24.mars í Samskipahöllinni, Josera fimmgangurinn. Liðin eru á fullu við að undirbúa sig fyrir fimmganginn og hlakkar okkur í stjórn Áhugamannadeildarinnar mikið til kvöldsins. Veitingasalan verður opin að vanda og á matseðlinum verða kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi. Hvetjum sem flesta til að… Read More »Samskipadeildin, josera fimmgangurinn.

Opið þrígangsmót Spretts 17.mars

Opið Þrígangsmót Spretts og 20 & sjö Mathús og Bar verður haldið í Samskipahöllinni föstudagskvöldið 17.mars næstkomandi. Keppt verður í fjórgangs-þrígangi, tölt, brokk og stökk, og fimmgangs-þrígangi, tölt brokk og skeið. Eftirfarandir flokkar verða í boði í fjórgangs-þrígangi 17 ára og yngri, meira og minna vanir 1.flokkur, 2.flokkur og 3.flokkur Í fimmgangs-þrígangi verður einn flokkur í boði. Skráning opnar 9.mars fer fram í gegnum Sportfeng… Read More »Opið þrígangsmót Spretts 17.mars

úrslit úr fimmgangi Blue lagoon mótaraðar spretts

Blue Lagoon mótaröð Spretts fór fram mánudaginn 6. mars. Keppt var í fimmgangi en einnig var boðið upp á keppni fyrir yngstu knapana í pollaflokki. Það reyndist svo fjölmennasti flokkurinn á mótinu en 22 ungir knapar tóku þátt og skemmtu sér stórkostlega. Í fimmgangi í barnaflokki stóð uppi sem sigurvegari Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir á gæðingnum Gusti frá Efri- Þverá. Sara Dís Snorradóttir og Engill frá… Read More »úrslit úr fimmgangi Blue lagoon mótaraðar spretts

Niðurstöður slaktaumatölst Samskipadeildarinnar

Í kvöld fór fram keppni í Slaktaumatölti í Samskipadeildinni, áhugamannadeild Spretts, styrktaraðili kvöldsins var Útfarastofa Íslands. Keppnin var gríðarlega spennandi og margar góðar sýningar litu dagsins ljós í kvöld, mikill metnaður er greinilega meðal keppenda í deildinni. Sigurvegarar kvöldsins eru Hermann Arason og Gustur frá Miðhúsum, þeir náðu því að verja titilinn frá því í fyrra. Stigahæsta liðið í kvöld var lið Stjörnublikks A úrslitSæti… Read More »Niðurstöður slaktaumatölst Samskipadeildarinnar

Ráslistar Slaktaumatölts

Annað mótið í Samskipadeildinni áhugamannadeild Spretts verður haldið fimmtudaginn 2.mars í Samskiphöllinni Húsið opnar kl 17:30 og hefst keppni kl 19:00, við vonumst auðvitað til þess að sjá sem flesta á pöllunum. Alendis verður með beina útsendingu fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. Veitingaslan opnar kl 17:30 og á boðstólum verða heimagerðar fiskibollur með kartöflum, salati og lauksmjöri á 2500kr skammturinn, barinn verður að sjálfsögðu… Read More »Ráslistar Slaktaumatölts

Aðalfundur Spretts

Boðað er til aðalfundar Hestamannafélagsins Spretts fyrir starfsárið október 2021 til janúar 2023 þann 28.mars n.k. kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í Arnarfelli samkomusal félagsins að Hestheimum 14-16 í Kópavogi. Frekari leiðbeiningar um framkvæmd fundarins og fundargögn verða send út síðar. Dagskrá fundarins er samkvæmt 10. gr. laga félagsins. 1. Fundarsetning.2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.3. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á síðasta starfsári.4. Framlagning reikninga félagsins.5. Lagabreytingar.6.… Read More »Aðalfundur Spretts

Samskipadeildin slaktaumatölt

Nú styttist óðfluga í næsta mót í Samskipadeildinni, áhugamannadeild Spretts, næst er það slaktaumatölt styrktaraðili mótsins er Útfarastofa Íslands. Mótið fer fram 2.mars í Samskipahöllinni. Húsið opnar kl 17:30 og hefst keppni kl 19:00, við vonumst auðvitað til þess að sjá sem flesta á pöllunum. Alendis verður með beina útsendingu fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. Mikil spenna er fyrir kvöldinu og eru fjölmargir hestar… Read More »Samskipadeildin slaktaumatölt