Reiðkennarinn Henna Siren býður upp á einkatíma í Spretti í nóvember og desember. Kennt verður á föstudögum, tímasetningar í boði á milli kl.14-18. Hver tími er 30mín, samtals 5 skipti.
Henna Siren er reynslumikill tamningamaður og þjálfari, hún er einnig útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Henna hefur sinnt reiðkennslu við góðan orðstír undanfarin ár sem og sinnt reiðkennslu við Reiðmanninn hjá LBHÍ.
Tímasetningar eru eftirfarandi:
Föstudagurinn 1.nóv Samskipahöll hólf 2
Föstudagurinn 8.nóv Samskipahöll hólf 3
Föstudagurinn 22.nóv Húsasmiðjuhöll
Föstudagurinn 29.nóv Samskipahöll hólf 2
Föstudagurinn 13.des Samskipahöll hólf 2
Verð fyrir fullorðna er 38.500kr
Verð fyrir yngri flokka er 28.500kr
Skráning er opin á sportabler.com
https://www.abler.io/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzQ1NDU=