Skip to content

Hestaklúbbur fyrir hressa hestakrakka

Hestamannafélagið Sprettur býður upp á hestatengda viðburði og hittinga nú í haust fyrir hressa hestakrakka, ekki er þörf á að hafa hest á húsi eða mæta með hest á námskeiðið. Eingöngu er um að ræða hittinga án hesta, en allir viðburðirnir munu hafa hestatengt þema, s.s. ferð á Kvisti til Knapa ársins, heimsókn á tamningastöð, heimsókn til dýralæknis, leikir, Hobby Horse mót, uppskeruhátíð, jólaskemmtun og fleira. Hestaklúbburinn hefur göngu sína miðvikudaginn 30.okt nk. Hestaklúbburinn er ætlaður fyrir börn og unglinga á aldrinum 8 – 16 ára.

Dagskrá hestaklúbbsins:

30.okt miðvikudagur – félagsmiðstöð, spil og leikir. 
Veislusalur Samskipahöll kl.18-20

5.nóv þriðjudagur – uppskeruhátíð yngri flokka.
Veislusalur Samskipahöll
Sér skráningareyðublað er að finna á heimasíðu Spretts.

16.nóv laugardagur – Heimsókn til Knapa ársins á Kvisti , leikir + pizzahlaðborð.
Tímasetning nánar auglýst síðar.
Æskulýðsnefnd greiðir fyrir pizzahlaðborð fyrir unga Sprettara. 

20.nóv miðvikudagur – heimsókn til dýralæknis.
Hist verður við Samskipahöll kl.18

27.nóv miðvikudagur – bling námskeið.
Veislusalur Samskipahöll, kl.18-20. 
Hver og einn greiðir fyrir efniskostnað á staðnum, misjafnt eftir hverjum og einum. 

4.des miðvikudagur – heimsókn á tamningastöð.
Hist við Húsasmiðjuhöll kl.18
 
11.des miðvikudagur – jólaskemmtun “litlu-jólin” + leikir. 
Veislusalur Samskipahöll kl.18-21

27.des föstudagur – Leikjadagur + hobby Horse mót
Samskipahöllinni kl.12-15. 

Kennarar verða Þórdís Anna Gylfadóttir og Sigrún Sigurðardóttir.

Skráning fer fram á sportabler.com og er opin.
Verð er 5000kr.

https://www.abler.io/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzQ1NDM=