Góð aðsókn var í plast móttöku en fyrirvarinn var aðeins of skammur svo við ætlum að stefna á annan dag fljótlega eða 13 nóvember nk. Vonandi geta flestir nýtt sér það.
Gámurinn verður opinn milli klukkan 17:30-18:030 13 nóvember nk.
Það verður tekið á móti plasti vestan við Samskiptahöllina. Hægt verður að koma með bagga og eða rúlluplast og einnig plast utan af spæni. Engin bönd, net eða annað rusl má vera saman við plastið.
Verum dugleg að gera fínt hjá okkur og munum að flokka 🙂