Skip to content

Sprettur hlýtur æskulýðsbikar LH 2024 !

Æskulýðsnefnd LH veitir á hverju ári Æskulýðsbikar LH því hestamannafélagi sem þykir hafa skarað framúr með sínu starfi að æskulýðsmálum og var það hestamannafélagið Sprettur sem hlaut viðurkenninguna í ár fyrir sitt ötula starf að Æskulýðsmálum.

Í Æskulýðsnefnd Spretts undanfarin ár hafa starfað Þórunn Hannesdóttir, Inga Berg Gísladóttir og Erla Magnúsdóttir. Nú í haust kom Berglind Guðmundsdóttir inn í nefndina og Erla Magnúsdóttir hætti (en tók í staðinn við formennsku í Blue Lagoon nefnd). Hestamannafélagið Sprettur þakkar þeim vel og innilega fyrir sín frábæru störf í þágu unga Sprettara. Nefndinni innan handar er yfirþjálfari yngri flokka, Þórdís Anna Gylfadóttir.

Þær Þórdís Anna Gylfadóttir yfirþjálfari Spretts og Jónína Björk Vilhjálmsdóttir formaður Spretts tóku við verðlaununum fyrir hönd félagsins á Landsþingi LH sem fram fer í Borgarnesi 25. – 26. október 2024.