Fréttir og tilkynningar

Framboð til formanns Spretts 2024
Kæru félagar, Jónína Björk heiti ég og býð mig fram til formanns Spretts. Ég hef mikinn áhuga á Spretti og hef verið virk í störfum fyrir félagið. Ég hjálpaði stjórn Spretts ogframkvæmdarstjóra að kynna félagið við stofnun þess, setti upp fyrstu vefsíðu félagsins og ritstýrðisíðunni fyrstu árin. Hef komið að

Einkatímar með Julie 8.-9.maí
8.-9.maí (miðvikudagur og fimmmtudagur) nk. mun fyrrum heimsmeistarinn Julie Christiansen bjóða upp á einkatíma í Samskiphöllinni/úti á keppnisvelli í Spretti. Julie Christiansen er búsett í Danmörku þar sem hún starfar við reiðkennslu, tamningar og þjálfun. Hún er margfaldur heimsmeistari, danskur landsliðsknapi og hefur verið í fremstu röð knapa til margra

Aðalfundur Spretts 2024
Boðað er til aðalfundar Hestamannafélagsins Spretts fyrir starfsárið 2023 þann 3.apríl n.k. kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í Arnarfelli samkomusal félagsins að Hestheimum 14-16 í Kópavogi. Frekari leiðbeiningar um framkvæmd fundarins og fundargögn verða send út síðar. Samkvæmt 6. gr. laga félagsins skal framboði til stjórnarsetu skilað til stjórnar félagsins eigi

Páskaeggjaleit
Páskakanínan verður á ferðinni í hestamannafélaginu Spretti miðvikudaginn 20.mars og ætlar að fela páskaegg í Magnúsarlundi (litli skógurinn innst við Hamraenda) fyrir unga Sprettara! Að lokinni páskaeggjaleit verða grillaðir sykurpúðar og boðið uppá kakó ef veður leyfir. Við munum hittast við Samskipahöllina miðvikudaginn 20.mars kl.17:00. Nauðsynlegt er að skrá sig

Upphitun fyrir kvennatölt!
Þarftu að koma þér í gír fyrir Kvennatölt?! Haldið verður undirbúningsnámskeið fyrir konur sem hafa hug á að taka þátt í Kvennatöltinu þann 13.apríl nk. Reiðkennari verður Friðdóra Friðriksdóttir. Boðið verður upp á þrjú skipti í kennslu eftirfarandi daga; Laugardaginn 6.apríl, tímasetningar í boði milli kl.13-17.Mánudagurinn 8.apríl, tímasetningar í boði

úrslit Húsasmiðju & blómavals slaktaumatölts
Í kvöld fór fram annað mótið í Áhugamannadeild Spretts, Samskipadeildinni veturinn 2024. Í kvöld var keppt í slaktaumatölti og var það Húsasmiðjan & Blómaval sem styrktu kvöldið. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Mótið tókst frábærlega, veislusalurinn var þétt setinn fyrir mótið og margir áhorfendur voru mættir í stúkuna