Fréttir og tilkynningar

Hæfileikamótun LH
Við hvetjum unga og efnilega Sprettara á aldrinum 14-17 ára (fædd 2008-2011) til að sækja um í Hæfileikamótun LH. Umsóknafrestur er 15.september. Sjá nánar í frétt LH hér fyrir neðan:https://www.lhhestar.is/is/frettir/opid-er-fyrir-umsoknir-i-haefileikamotun-veturinn-2024-2025

Hlaupahópur HK – 11 sept
Hlaupahópur HK hefur fengið leyfi til að hlaupa í gegn hjá okkur í Vatnsendahlaupi HK. Hlaupið verður haldið 11. septemer kl 18:00 og verður hlupið frá Kórnum í gegnum hesthúsabyggð Spretts og þaðan framhjá Guðmundarlundi, upp á Vatnsendaborgir, þaðan framhjá borholum og að línuveginum. Þaðan verður farið niður Grímsgötu að

Móttaka á plasti
Mánudaginn 9. september milli klukkan 17:30-18:30 verður tekið á móti plasti vestan við Samskiptahöllina. Hægt verður að koma með bagga og eða rúlluplast og einnig plast utan af spæni. Engin bönd, net eða annað rusl má vera saman við plastið.

Vefur Spretts og sjálfboðaliðar
Nú er stjórn farin að skoða möguleika í stöðunni varðandi þróun á vefumhverfi Spretts. Okkur langar að leita til félagsmanna og fá frá ykkur hugmyndir hvað það er sem skiptir mestu máli varðandi vef félagsins og upplýsingamiðlun til félagsmanna. Hér í meðfylgnadi hlekk er form sem félagsmenn geta fyllt út

Reiðhallarlyklar
Verð fyrir lykla veturinn 2024-2025. Stofngjald fyrir hvern útgefin reiðhallarlykil er kr. 5.000 Lykill: 3 mánuðir 12.000kr Lykill: 6 mánuðir 20.000kr Árslykilll: 12 mánuðir 26.000kr Fjölskyldulykill af árslykli: 12 mánuðir 40.000 kr ( Aðeins er um að ræða einn lykil) Almennur reiðhallalykill er opinn virka daga frá klukkan 6:15 -8:30

Vallarnefnd og Collect hringur
Undanfarna daga hefur vallarnefnd félagsins unnið að því að laga collect hringinn við enda keppnisvallana niðri á Samskipavelli. Búið er að moka upp efsta laginu og setja nýtt efni í völlinn. Þetta er kærkomið verk og við þökkum vallarnefndinni fyrir þessa vinnu.