Ath! Ungir Sprettarar í barnaflokki eru boðin velkomin að mæta líka! Mánudaginn 20.janúar frá kl.20:00-22:00 verður æfingatími með dómara, Þórir Örn Grétarsson, í boði fyrir börn, unglinga og ungmenni Spretts. Áætlað er um 10mín á hvern knapa, styttra ef skráning verður mikil, ungum Spretturum að kostnaðarlausu. Hver og einn ræður hvað hann vill sýna/taka fyrir, getur verið tölt prógramm, 4g, 5g… Gefin er umsögn, góðir punktar og tölur. Umsögn og tölur sendar á þátttakenda að loknum æfingatíma. Mjög sniðugt að nýta tækifærið og taka vídjó af sýningunni/æfingunni og bera saman við punkta frá dómara.
Skráning er opin og fer fram hér:
https://www.abler.io/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6Mzc0MTE=?