Hafsteinn Jónsson, hestamaður og Sprettsfélagi, kvaddur í dag.
Hafsteinn, eða Haffi, stundaði sína hestamennsku með fjölskyldunni í Andvarahverfinu þar sem hann hélt hesta á húsi á Fluguvöllum. Hafsteinn var þekktur sem „Vökulspabbi“ í félaginu en hann ásamt fjölskyldu sinni ræktaði gæðinginn Vökull frá Efri-Brú sem var áberandi í keppni innan félagsins sem utan. Hafsteinn var dagfarsprúður félagsmaður sem vildi öllum vel, mönnum og dýrum.
Hestamannafélagið Sprettur þakkar Hafsteini fyrir samfylgdina í gegnum árin og vottar aðstandendum samúð.