Fréttir og tilkynningar

#takkþjálfi

Í dag er dagur Íþróttaþjálfara (Global Coaches Day) og viljum við nýta tækifærið og þakka okkar frábæru reiðkennurum og leiðbeinendum sem sinna kennslu hjá Hestamannafélaginu Spretti. Þeir eru auðvitað mikið fleiri sem koma að námskeiðahaldi félagsins en hér eru þeir reiðkennarar og leiðbeinendur sem hafa kennt hvað mest hjá félaginu

Nánar

Afrekssjóður Gbæ styrkir tvo unga Sprettara

Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar hefur veitt tveimur ungum Spretturum myndarlegan styrk úr Afrekssjóði Garðabæjar en báðar eru þær búsettar í Garðabæ.  Guðný Dís Jónsdóttir og Elva Rún Jónsdóttir hlutu styrk að upphæð 140.000kr hvor vegna afreka sinna á síðastliðnu tímabili auk 20.000kr ferðastyrks hvor.  Það getur verið kostnaðarsamt að stunda

Nánar

Afreksstefna Spretts

Hestamannafélagið Sprettur ásamt yfirþjálfara hefur sett saman afreksstefnu fyrir yngri flokka félagsins. Afreksstefnur annarra hestamannafélaga og íþróttafélaga innan Garðabæjar og Kópavogs voru hafðar til hliðsjónar. Afreksstefna þessi verður endurskoðuð á hverju hausti . Líkt og kemur fram er markmið hestamannafélagsins Spretts með afreksstefnu þessari m.a. að eiga afreksknapa sem skipi

Nánar

Samskipadeildin – áhugamannadeild Spretts 2025

Undirbúningur er á fullu fyrir nýtt keppnisár í Áhugamannadeild Spretts. Stefnt er á glæsilega mótaröð árið 2025 og hafa dagsetningar verið teknar frá í Samskipahöll.  Ný lið sem hafa áhuga á að koma í deildina þurfa að skila inn umsóknum fyrir  19. október n.k. Með umsókn þurfa að fylgja með staðfest

Nánar

Ráðning framkvæmdastjóra

Stjórn Spretts gekk í dag frá ráðningu á Þórunni Helgu Sigurðardóttur, nýjum framkvæmdastjóra Spretts sem kemur til starfa mánudaginn 23. september í 50% starf. Þórunn gæti verið einhverjum Spretturum kunn, en hún stundaði sína hestamennsku í Spretti fram til ársins 2021 og hefur setið á skólabekk í Reiðmanninum með einhverjum

Nánar

Taðkaraþjónusta hættir

Sú þjónusta sem Sprettur hefur verið með fyrir félagsmenn, að losa fiskikör og farga hrossataði, hefur nú verið stöðvuð. Er þetta bæði vegna þess að þjónustan hefur ekki verið arðbær fyrir félagið og einnig vegna þess að Heilbrigðiseftirlitið hefur bannað Spretti að losa tað á félagssvæðinu, sjá fyrri frétt.  Kveðja

Nánar
Scroll to Top