Skip to content

Ragnar nýr starfsmaður

Gengið var frá ráðningu í vikunni á Ragnari Stefánssyni í starf “Umsjónaraðila svæðis og fasteigna” hjá Spretti. Ragnar er Sprettari og heldur hesta á Fluguvöllum. Ragnar mun hefja störf hjá Spretti frá og með 1. febrúar. Við bjóðum Ragnar velkominn til starfa og vonum að félagsmenn taki vel á móti honum.

Hér að neðan er starfslýsingin en starfið var auglýst á alfred.is, sprettur.is og eidfaxi.is en 23 aðilar sóttu um starfið.

Umsjónaraðili svæðis og fasteigna Spretts

Hestamannafélagið Sprettur leitar að handlögnum og skipulögðum einstakling. Um er að ræða fjölbreytt starf hjá Spretti og er æskilegt að viðkomandi geti gengið í öll tilfallandi verkefni í tengslum við fasteignir og svæði félagsins. Viðkomandi myndi bera ábyrgð á flestum verkefnum á félagssvæði Spretts þar með talið öryggi, hreinlæti og móttöku plasts. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt sem og með nefndum félagsins ásamt stjórn og öðru starfsfólki.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Dagleg umsjón með svæði og fasteignum 
  • Almennt viðhald fasteigna, smáviðgerðir ásamt umhirðu á félagssvæði  
  • Umsjón með vélum og kerfum (tækni-, öryggis-, aðgangs-, loftræsti- og rafmagnskerfum) 
  • Umsjón með gólfi í reiðhöllum félagsins í samvinnu við Vallarnefnd 
  • Umsjón með afhendingu reiðhallarlykla 
  • Eftirlit, innkaup og almenn húsvörslustörf 
  • Utanumhald þegar kemur að viðhaldi, sorphirðu og þrifum bygginga, húsbúnaðar og tækja 
  • Tengiliður við aðra verktaka á svæðinu og ábyrgð á þeirra verkefnum. 
  • Önnur tilfallandi verkefni og aðstoð