Skip to content

Fræðslunefnd Spretts

Helgarnámskeið

Helgina 19.-20.nóvember verður haldið helgarnámskeið með Jóhanni Kr. Ragnarssyni í Spretti. Jóa þarf vart að kynna fyrir Spretturum, hann hefur keppt og sýnt fjölmörg hross á kynbótabrautinni með góðum árangri. Kennt verður í 45mín einkatímum laugardag og sunnudag, milli kl.9-16. Óskir um nánari tímasetningar má senda á fraedslunefnd@sprettarar.is. Kennt verður í Samskipahöllinni, bil 2. Verð fyrir fullorðna er 28.000kr. Hér er hlekkur á skráningu fyrir… Read More »Helgarnámskeið

Uppskeruhátíð barna og unglinga

Föstudaginn 18.nóvember 2022 verður haldin uppskeruhátíð barna og unglinga í Spretti. Við hvetjum öll börn og alla unglinga í Spretti til þess að mæta og hafa gaman saman, hátíðin er opin öllum félagsmönnum Spretts á aldrinum 10-17 ára. Hátíðin verður haldin í veislusal Spretts og hefst kl.19:00 og stendur til ca. 21:00. Boðið verður upp á kvöldmat ásamt skemmtiatriðum. Veitt verða verðlaun fyrir besta keppnisárangur… Read More »Uppskeruhátíð barna og unglinga

Einkatímar með Sigvalda Lárus Guðmundssyni

Sigvaldi Lárus Guðmundsson reiðkennari og tamningamaður býður upp á einkatíma hvort sem er með ung og óreynd hross eða eldri og reyndari hross. Sigvaldi er afar reynslumikill tamningamaður og þjálfari. Hann hefur starfað sem reiðkennari á Hólum og við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri við mjög góðan orðstír, kenndi Reiðmanninn og er nú yfirreiðkennari Hæfileikamótunar LH fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára ásamt því að hafa tamið… Read More »Einkatímar með Sigvalda Lárus Guðmundssyni