Skip to content

Sveita helgarferð ungra Sprettara

Helgina 1.-2.júní nk. ætla ungir Sprettarar að leggja land undir fót og halda af stað í sveitaferð. Þema helgarinnar verður útreiðar, sund, gleði, grill, leikir og gaman.

Æskulýðsnefnd býður börnum og unglingum heim að Flagbjarnarholti, í Landssveit, helgina 1.-2.júní. Miðað er við lágmarksaldur 10 ára á árinu og að knapar séu orðnir vel hestfærir. Foreldrar eru velkomnir með og lagt er til að foreldrar ríði með þeim börnum sem þurfa á stuðningi að halda. Ungmenni er einnig velkomin en börn og unglingar ganga fyrir í hesthúsaplássi og gistingu.

Hver og einn kemur með sinn hest og búnað. Öllum börnum og unglingum verður útvegað gistipláss, en þau koma með dýnu og svefnpoka sjálf. Möguleiki er fyrir foreldra að tjalda í garðinum eða koma með fellihýsi, einnig má benda á Landhótel sem er í 2,6km fjarlægð. Við munum safnast saman í kerrur og reynt verður að útvegað öllum far sem þurfa á að halda.

Drög að dagskrá (en fer aðeins eftir veðri og vindum)

Laugardagur
Mæting í Flagbjarnarholt milli kl.10-11 á laugardegi
Létt snarl
Reiðtúr, ca. 8-10km.
Farið verður hægt yfir og stoppað nokkrum sinnum. Einn hestur á mann.
Létt snarl
Sund/sturta í Laugalandi/Hella
Kvöldmatur/grill
Kvöldvaka, leikir og gleði

Sunnudagur
Morgunmatur
Smá spjall og leikir
Heimsókn á Kvisti til Árna Björns og Sylvíu
Létt snarl
Haldið heim á leið

Verð fyrir unga Sprettara er 10.000kr en fyrir fullorðna 15.000kr (allt innifalið – matur, hey og gisting fyrir hest og sundferð)
Skráning fer fram í gegnum sportabler.com og er opin fram til miðnættis 27.maí.

Allar nánari upplýsingar á aeskulydsnefnd@gmail.com
Vonumst til að sjá sem flesta!
Frábært tækifæri fyrir unga Sprettara að mynda ný tengsl og þétta hópinn!

https://www.abler.io/…/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6Mjk1MTc=