Fréttir og tilkynningar

Hannesi þakkað fyrir góð félagsstörf
Hannes Hjartarson hefur verið formaður kynbótanefndar Spetts til margra ára en hefur nú stigið til hliðar vegna búferlaflutninga. Við keflinu taka Auður Stefánsdóttir ásamt Hermanni Arasyni. Hannes stofnaði Hrossaræktarfélag Andvara árið1999 þá hluti af Hrossaræktarsamtökum Suðurlands sem var þá í Félagi Hrossabænda. Síðar var nafninu breytt í Hrossaræktarfélag Spretts (H.S.)

Einkatími Anton Páll
Reiðkennarinn Anton Páll býður upp á einkatíma fimmtudaginn 10.júlí fyrir áhugasama. Í boði er að vera inni í reiðhöll eða úti á velli, hvort sem hentar hverjum og einum. Verð fyrir fullorðna er 18.000kr Verð fyrir yngri flokka er 15.000kr Skráning fer fram á abler.io, hér er beinn hlekkur: https://www.abler.io/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6NDE5ODA=?

Nýjustu breyting á gjaldskrá SORPU – Hrossatað
SORPA hefur orðið við tilmælum hestamannafélagsins Spretts um að tvískipta gjaldskránni og hefur lækkað verð fyrir farma undir 10 tonnum. Stjórn SORPU samþykkti á fundi þann 18.6.2025 að fyrir farm af hrossataði undir 10 tonnum verði greitt kr. 12.500.- án Vsk eða kr. 15.500,- með Vsk. Verð fyrir stærri farma

Kótilettur í hádeginu
Fimmtudaginn 12.júní verður boðið upp á kótilettur í hádeginu gegn vægu gjaldi, 3500kr. í veislusalnum í Samskipahöllinni í tengslum við yfirlitssýningu á kynbótasýningunni sem nú er í gangi. Hvetjum hestamenn og félagsmenn sérstaklega til að mæta og gæða sér á gómsætum kótilettum ásamt meðlæti.

Tímabundin hjáleið um hestahúsahverfi
Föstudaginn 13.júní nk verður aðkoma að Austurkór lokuð milli kl.9:00 – 14:00. Umferð verður í staðinn beint um hjáleiðir um hesthúsasvæði Spretts, sjá meðfylgjandi myndir. Það má því reikna með auknum umferðarþunga um Markarveginn, í gegnum hið nýja hesthúsahverfi sem er í byggingu sem og við beygjuna inn að „Andvara“.

Heimsókn frá Kársnesskóla
Miðvikudaginn 4. júní s.l. kom 6.bekkur Kársnesskóla í heimsókn til hestamannafélagsins Spretts. Þessi heimsókn var hluti af íþrótta- og útivistardögum skólans. Dagskráin var þétt og vel skipulögð. Þórdís Anna Gylfadóttir yfirþjálfari yngri flokka og starfsmaður Spretts var með létta kynningu á hestamennsku og íslenska hestinum í veislusal félagsins. Börnin fengu