Fréttir og tilkynningar

Þriðju vetrarleikar Spretts
Þriðju og síðustu vetrarleikar Spretts verða haldnir sunnudaginn 13.apríl. Skráning fer fram í rennunni í Samskipahöllinni (ekki veislusalnum) milli klukkan 11-12. Keppt verður á hefðbundin hátt vetrarleika, uppá vinstri hönd, hægt tölt og svo fegurðargangur. Mótið er ætlað skuldlausum félagsmönnum í hestamannafélaginu Spretti. Hver keppandi má aðeins skrá í einn

Dymbilvikusýning Spretts
Hin árlega sýning hestamannafélagsins Spretts, Dymbilvikusýningin, fer fram 16.apríl nk. í Samskipahöllinni. Sýningarnefnd hefur tekið til starfa og er sem áður stórhuga og stefnir allt í stórskemmtilega sýningu. Eins og undanfarin ár verður haldin létt keppni milli nágranna hestamannafélaganna um flottustu ræktunarhestana. Ungir Sprettarar ætla að mæta á svæðið og

Ungir Sprettarar leituðu að páskaeggjum
Páskaeggjaleit ungra Sprettarar fór fram síðastliðinn fimmtudag, 3.apríl, í góðu veðri í Magnúsarlundi. Páskakanínan hafði verið á ferðinni fyrr um daginn og skilið eftir sig þó nokkurn fjölda páskaeggja sem hátt í 30 ungir Sprettarar leituðu að í Magnúsarlundi. Allir fundu páskaegg sem þeir fengu að taka með sér heim.

Örfá laus pláss á kynbótanámskeið
Það eru örfá laus pláss á undirbúningsnámskeiðið fyrir kynbótadóma sem hefst mánudaginn 7.apríl. Skráning er opin til hádegis mánudaginn 7.apríl. Einstakt tækifæri til að læra meira um kynbótasýningar og fyrirkomulag þeirra ásamt undirbúningu fyrir sýningu. Skráning fer fram hér; https://www.abler.io/…/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzkwMzQ= Fyrirspurnir má senda á th*****@******ur.is

Karlatölt Kalda 2025 í Spretti
Karlatölt Kalda 2025 verður haldið föstudaginn 11. apríl í Samskipahöllinni í Spretti. Boðið er upp á keppni í fjórum flokkum: T3 Opinn flokkur Fyrir reynslumikla knapa. T3 Opinn flokkur – 1. flokkur ætlaður þeim sem eru töluvert vanir í keppni. T7 Opinn flokkur – 2. flokkur ætlaður þeim sem hafa

Aðalfundur og skýrsla stjórnar
Aðalfundur Spretts fór fram 1. apríl síðastliðinn. Vel var mætt og félagar í Spretti áhugasamir um félagið. Farið var yfir skýrslu stjórnar sem fylgir hér með í þessari frétt sem og reikninga félagsins. Þrjár nefndir kynntu sín störf og voru það Sjálfbærninefnd, æskulýðsnefnd og reiðveganefnd. Farið var í gegnum lagabreytingartillögur