Fréttir og tilkynningar

Knapaþjálfun með Bergrúnu
Knapaþjálfun með Bergrúnu! Hestamennska getur verið krefjandi líkamlega og ef ekki er hugað að réttri líkamsbeitingu er hætt við að ending okkar í faginu verði ekki löng. Jafnvægi, styrkur og þol eru mikilvægir þættir og geta stuðlað að miklum framförum í reiðmennsku, knapar í góðu formi líkamlega og andlega koma

Helgarnámskeið með Antoni
Helgarnámskeið með Antoni Páli 23.-24.nóvember Helgarnámskeið með reiðkennaranum Antoni Páli Níelssyni laugardaginn 23.nóv og sunnudaginn 24.nóv. Um er að ræða tvo einkatíma, 45mínútur hvor. Kennt verður í Húsasmiðjuhöll. Kennsla fer fram milli kl.9-16. Verð er 36.500kr fyrir fullorðna. Knapar í yngri flokkum eru einnig hvattir til að skrá sig en

Miðasala er hafin á uppskeruhátíð spretts&fáks !!
Í meðfylgjandi hlekki er hægt að skrá sig fyrir miðum á Uppskeruhátíð Spretts&Fáks Uppskeruhátíðin fer fram í Arnarfelli þann 22 nóvember nk. Húsið opnar kl 19.00 Verðlaunaðir verða knapar í Spretti og Fáki í ungmenna, áhugamanna og meistaraflokki. Á hátíðinni verður steikarhlaðborð frá Flóru með grillaðri nautalund, steiktri kjuklingabringu ásamt

Tryggðu þér miða á uppskeruhátíðina
Miðasala fer fram á heimasíðum félaganna í skráningarformi og opnar í dag, fimmtudaginn 14 nóvember kl.12.00 á hádegi Stofnaðar verða kröfur í heimabönkum viðkomandi. Hvetjum við fólk að skrá sig fyrir miðum tímanlega því takmarkað magn er í boði. Uppskeruhátíð Spretts&Fáks fer fram í Arnarfelli í Sprettshöllinni föstudaginn 22. nóvember næstkomandi,

Heimsókn ungra Sprettara á Kvisti
Laugardaginn 16. nóvember verður farið í heimsókn á Kvisti í Landssveit. Þar munu tamningamennirnir, reiðkennararnir, keppnisknaparnir og hrossaræktendurnir Sylvía Sigurbjörnsdóttir og Árni Björn Pálsson taka á móti hópnum. Hist verður við Samskipahöllina um kl.11:45. Farið verður á einkabílum og eru tilkippilegir foreldrar beðnir um að aðstoða með keyrslu austur. Eftir

Samvinna fræðslunefnda
Á komandi tímabili hafa fræðslunefndir hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að samræmast um sýnikennslur og fræðsluviðburði. Ákvörðunin var tekinn til að auka fjölda á hverjum viðburði fyrir sig og geta því jafnvel haldið stærri og flottari viðburði fyrir hestafólk á höfuðborgasvæðinu. Síðustu ár hafa félögin verið að halda keimlík fræðsluerindi með