Fréttir og tilkynningar

Sportfengsnámskeið
Mánudaginn 20. jan kl 19:00 verður haldið Sportfengsnámskeið fyrir mótshaldara. Farið verður yfir kerfið frá því hvernig kerfið virkar almennt (aðgangur er stofnaður, finna mót, skráning keppenda osfrv) og hvernig það virkar í allri framkvæmd fyrir, á meðan og eftir mót. Námskeiðið er frítt, fer fram á teams og þurfa

Jólagaman ungra Sprettara
Föstudaginn 27.desember verður haldið „Jólagaman ungra Sprettara“. Gleðin hefst kl.11:00 og verður haldin í Samskipahöllinni. Skráning fer fram á staðnum kl.10:30-11:00. Fyrri liðurinn á jólagleðinni verður keppni í „hobby horsing“ þar sem hver keppandi mætir með sinn prikhest/kúst og fer í gegnum hindranabraut. Þátttakendur eru hvattir til að mæta með

Kvöldstund með Tamningameistaranum Benedikt Líndal
Fimmtudaginn 16.janúar kl.18:30 mætir Benedikt Líndal, tamningameistari FT, með nokkur hross í Samskipahöllina og eyðir þar með okkur kvöldstund. Hann fer yfir mismunandi nálgun, m.v. hvar hrossin eru stödd í sínu tamningar- og þjálfunarferli t.d. traust, grundvöll fyrir samvinnu, mýkt, lausa tauminn, leikgleði, töltþjálfun og ýmislegt fleira sem ólíkar hestgerðir

Lokað í Hattarvallahöllinni í dag vegna viðgerðar
Það verður lokað í Hattarvallar höll í dag frá kl 10-16 vegna viðgerðar við rafmagn. Vonum að þetta komi ekki illa við félagsmenn og þökkum skilninginn.

Framtíðarlausn taðmála
Á fundi stjórnar með húseigendum hesthúsa við göturnar Hamraenda, Hlíðarenda, Hæðarenda, Landsenda og Markaveg í síðustu viku var ákveðið að stofna hóp til að móta framtíðarlausnir um taðmál á umræddu svæði. Stjórn Spretts óskar eftir áhugasömum félagsmönnum til að vinna að framtíðar lausnum varðandi geymslu taðs á þessu svæði. Áhugasamir

Umsjónaraðili – starf
Hestamannafélagið Sprettur leitar að handlögnum og skipulögðum einstakling. Um er að ræða fjölbreytt starf hjá Spretti og er æskilegt að viðkomandi geti gengið í öll tilfallandi verkefni í tengslum við fasteignir og svæði félagsins. Viðkomandi myndi bera ábyrgð á flestum verkefnum á félagssvæði Spretts þar með talið öryggi, hreinlæti og
