Lið Hrafnsholt

Nú eru einungis tvö lið sem við eigum eftir að kynna fyrir Samskipadeildina, Áhugamannadeild Spretts 2025, enda fer
deildin af stað í dag ! Liðið sem við kynnum núna er lið Hrafnsholts. Sleipnis- og Sörlafólk, spennandi blanda (Hvað eru mörg s í því ?). Ein breyting er á liðinu frá síðasta ári, Inga Kristín Sigurgeirsdóttir kemur ný inn í liðið.
Bryndís Guðmundsdóttir er liðsstjóri.

Bryndís Guðmundsdóttir, Hestamannafélaginu Sleipni, 54 ára, 176 cm, Steingeit
Inga Kristín Sigurgeirsdóttir, Hestamannafélaginu Sörla, 37 ára, 167 cm, Meyja
Stefán Bjartur Stefánsson, Hestamannafélaginu Sleipni, 52 ára, 182 cm, Ljón
Elísabet S. Gísladóttir, Hestamannafélaginu Sleipni, 50 ára, 166 ára, Ljón
Jónas Már Hreggviðsson, Hestamannafélaginu Sleipni, 52 ára, 176 cm, Fiskur

Samskipadeildin hefst í dag. Frítt inn og veitingasalan á sínum stað. Snillingarnir hjá Flóru veisluþjónustu
sjá um matinn sem sló í gegn í fyrra.
Keppnin verður einnig sýnd á Eiðfaxa TV, endilega tryggið ykkur áskrift þar og fylgist með.

Fylgið okkur á samfélagssmiðlum,

Instagram.com/ahugamannadeildspretts

facebook.com/ahugamannadeildin

Scroll to Top