Skip to content

„Bling“ námskeið 21.febrúar

Æskulýðsnefnd stóð fyrir svokölluðu „bling námskeiði“ þann 16. janúar sl. í samstarfi við Litlu hestabúðina. Á námskeiðinu lærðu krakkarnir að föndra sína eigin ennisól sem voru vægast sagt glæsilegar eins og sjá má á meðfylgjandi myndum!

Mikill áhugi var á námskeiðinu og komust færri að en vildu – því hefur Æskulýðsnefnd að halda annað slíkt námskeið! Í boði er einnig að skreyta nasamúl, taum o.fl.

Þeir sem ekki komust að síðast ganga fyrir á námskeiðið núna og verður námskeiðið einnig niðurgreitt fyrir þau, líkt og síðast, af Æskulýðsnefnd, verð 5000kr. Aðrir greiða fullt gjald sem er 7000kr.

Í boði verða tveir hópar, kl.17:00 og kl.19:00. Áætlað er að hvor hópurinn sé um 60-90mín. Aldurstakmark er 6 ára og nauðsynlegt er að yngstu börnin komi í fylgd með fullorðnum.

Námskeið fer fram í veislusalnum í Samskipahöllinni og verður undir leiðsögn Sigríðar Pjetursdóttur.

Takmarkaður fjöldi er í hvorn hóp, 13 þátttakendur.

Skráning er hafin á https://www.abler.io/…/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjY2MzA=