Í samstarfi við hlaupahóp Stjörnunnar hefur stjórn Spretts gefið leyfir fyrir því að Stjörnuhlaupið 2024 fari fram á hluta af hestastígum sem er á hlaupaleiðinni (sjá kort neðan) og að þeir verði lokaðir um tíma á meðan hlaupinu stendur. Þessi hluti hestastígs er þegar komið er ofan af Sandahlíð rétt fyrir ofan Guðmundarlund og að Skátaheimilinu í Garðabæ. Þetta er 1,9km kafli.
Hér er viðburðurinn okkar í hnotskurn:
- Boðið verður upp tvær vegalengdir; annars vegar 11 km hring og hins vegar 22 km vegalengd sem eru þá 2 hringir á sömu braut.
- Hlaupið byrjar kl. 10:00 laugardaginn 18. maí. Ræst er og endað er við íþróttahúsið Miðgarð.
- Gera má ráð fyrir að hlaupaviðburðurinn standi yfir í um 3,5 klst eða frá 10:00 -14:00 þennan dag.
- Hér er leiðin á korti https://connect.garmin.com/modern/course/156313773?fbclid=IwAR1cm-eLRz0MB5kVbjkB3KUDNiKrZR59RYg6Nwkgc9TyGc8fWW96BO8hfGk
Þessi hluti stígsins verði lokaður fyrir hestaumferð milli kl. 10:00 – c.a. 14:00 eða þar til síðasti hlauparinn er farinn í gegn á þessum hluta sem gæti verið á milli 13:00 og 13:30. (sjá mynd 2 – lokanir).