Skip to content

Reiðnámskeið með Magnúsi Lárussyni

Almennt reiðnámskeið með Magnúsi Lárussyni hefst fimmtudaginn 9.feb nk. Magnús er sprenglærður hestamaður, m.a. með meistaragráðu í hestafræðum. Kennt verður í 40mín einkatímum og er kennsla einstaklingsmiðuð. Kennt verður í Samskipahöll  í hólfi 3 annan hvern fimmtudag, 6 skipti samtals, og eru tímasetningar í boði milli kl.15 og 22. Kennt verður eftirtalda daga; 9.feb., 23.feb., 9.mars, 23.mars, 6.apríl og 20.apríl. Skráning er hafin á Sportabler – sportabler.com/shop/hfsprettur.  Verð er 83.000kr.