Skip to content

Grímu og glasafimi Spretts

Í gær, 27.jan, var Grímu og glasafimi Spretts haldin í fyrsta sinn, gleðin skein úr hverju andliti og var gaman að sjá Sprettara á öllum aldri að glíma við að stjórna hesti sínum með eina hendi á stýri og gæta þess að sulla ekki niður úr glasinu.

Ýmsar óvæntar uppákomur urðu t.d. fóru hross inn í miðjuna á vellinu, einhver snéri við ofl ofl skemmtilegar áskoranir komu upp sem reyndu á knapana og brugðu knapar til ýmisa ráða til þess að reyna að fara sem léttast í gegnum brautina.

Verðlaunað var bæði fyrir flottasta búninginn í hverjum flokki og einnig fyrir bestan árangur í að halda vökvanum í glasinu.

Allir pollar fengu verðlaun fyrir þátttöku á mótinu. Frábært var að sjá hversu margir pollar komu í búning og tóku þátt.

SS búvörur styrktu mótið og gáfu verðlaun í alla flokka.

Júlía sullaði minnst í 12-21 árs

Inga Berg fékk verðlaun fyrir besta búninginn 12-21 árs

Eygló Anna sullaði minnst í kvennaflokki

Jóna fékk verðlaun fyrir besta búninginn í kvennaflokki.

Ármann vann besta búning í karlaflokki

Andrés sullaði minnst í karlaflokki

Glæsilegasta parið, Katla og Árni Geir

Bendum á fjölda mynda sem Anna Guðmundsóttir tók á mótinu.

Við erum strax búin að taka frá 11.janúar á næsta ári fyrir þetta frábæra mót og hvetjum við Sprettara til þess að fara að huga að búningahönnun og æfa glasafimi.